„Við lokum á nýnasista og rasista“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:56 1984 hýsir fjölda vefsíða, á Íslandi sem og erlendis. 1984.is Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent