Erlendir miðlar fjalla um hýsingu haturssíðu á Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júlí 2022 06:23 Skjáskot af síðunni. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag en þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðu sem beinist gegn gyðingum og hýst er á Íslandi verði lokað. Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Um er að ræða vefsíðuna The Mapping Project, þar sem finna má gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Vefsíðan er hýst hjá fyrirtækinu 1984. Í bréfi ADL til utanríkisráðuneytisins segir meðal annars að samtökin hafi komið áhyggjum sínum á framfæri við sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og íslensk lögregluyfirvöld en hafi ekki fengið almennileg svör. Þá segjast samtökin harma áhugaleysi íslenskra embættismann gagnvart þessari ógn gegn gyðingum. Erlendir miðlar hafa eftir Sveini Guðmarssyni, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, að yfirvöld á Íslandi muni vinna með kollegum sínum í Bandaríkjunum ef þess verður óskað en stjórnvöld hafi ekki heimild til að rannsaka glæpi sem beinast gegn einstaklingum í öðrum ríkjum. Talsmaður Alríkislögreglunnar í Boston, sem hefur áður sagst hafa málið til rannsóknar, vildi ekki tjá sig við bandaríska miðla þegar eftir því var leitað í gær. Þá er vitnað til fyrri ummæla forsvarsmanna 1984 um að fyrirtækið hýsi ekki síður sem hvetja til ofbeldis, hryðjuverka eða haturs. Á umræddri vefsíðu, Mapping Project, segir að tilgangurinn með henni sé að öðlast dýpri skilning á stuðningi stofnana í Massachusett við „nýlenduvæðingu“ Palestínu og þann skaða sem hún hefur valdið. Þá er á síðunni haft í hótunum gegn umræddum stofnunum, undir rós. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Ísrael Kynþáttafordómar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira