Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Santa Coloma 4-1 | Blikar fóru örugglega áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 21:50 Breiðablik fagnar einu af fjórum mörkum sínum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. Leikur Breiðabliks og Santa Coloma fór fram í blíðskaparveðri í Kópavogi en þó ekki jafn góðu veðri og var í Andorra þar sem hitinn var gríðalega. Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi við Vísi fyrir leik og þó hann hafi verið sáttur með sigurinn ytra vildi hann að sínir menn myndu hlaupa meira. Það gerðu þeir svo sannarlega – þó blaðamaður sé ekki með hlaupatölur – en færanýting þeirra var ekki upp á marga fiska. Blikar sköpuðu sér haug af fínum færum í fyrri hálfleik en tókst á einhvern hátt að lenda undir eftir að Viktor Karl Einarsson hafði brennt af einu slíku. Marc Priego Masso, markvörður Coloma, tók langt útspark. Boltinn skoppaði vel fyrir Joel Paredes Leones sem var góðum 35-40 metrum frá marki. Hann ákvað að láta vaða og flaug boltinn í fallegum boga (fyrir leikmenn og stuðningsfólk Santa Coloma) yfir Anton Ara Einarsson í marki Breiðabliks og staðan orðin 0-1 þegar sléttur hálftími var liðinn. Jason Daði ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Eftir það virtist sem gestirnir ætluðu sér að halda út fram að hálfleik og þeir voru bókstaflega hársbreidd frá því. Heimamenn fengu fín færi en það var ekki fyrr en á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks sem Dagur Dan Þórhallsson óð upp að teig Santa Coloma, hann renndi boltanum til hægri á Höskuld Gunnlaugsson sem var að taka örugglega sitt hundraðasta utan á hlaup (e. overlap) í leiknum. Höskuldur sendi boltann fast meðfram jörðinni þar sem Ísak Snær Þorvaldsson var að sjálfsögðu mættur og skoraði með þægilegu skoti frá vítateig í hornið vinstra megin. Staðan orðin 1-1 og dómari leiksins flautaði til hálfleiks áður en leikurinn hófst að nýju. Ísak Snær fagnar marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann síðari í raun enn betur. Eftir gríðarlega langa sókn kom boltinn til Gísla Eyjólfssonar sem var á vítapunktinum með nánast engan nema markmanninn fyrir framan sig. Gísli þrumaði að marki og var boltinn á leiðinni inn ef ekki hefði verið fyrir hendina á Tiago Portuga, vinstri bakverði Santa Coloma. Dagur Dan var að fara skalla boltann yfir línuna er dómari leiksins flautaði, dæmdi vítaspyrnu og rak Portuga af velli. Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn og þrumaði boltanum niðri í vinstra hornið. Markvörður gestanna fór í rétt horn en kom engum vörnum við. Staðan orðin 2-1 og einvígið í raun búið. Höskuldur að smella boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Áður en Andri Rafn Yeoman kláraði leikinn endanlega þurfti Gísli Eyjólfsson að fara meiddur af velli. Vonandi fyrir Blika og Gísla sjálfan er ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Gísli fór meiddur af velli.Vísir/Hulda Margrét Það var svo á 65. mínútu sem leikurinn var endanlega búinn. Breiðablik færði boltann frá hægri til vinstri þar sem Andri Rafn Yeoman, vinstri bakvörður Blika í dag, tékkaði inn völlinn og lagði hann í hornið nær. Skotið ekki fast en markvörður gestanna kom engum vörn við. Andri Rafn fagnar.Vísir/Hulda Margrét Örskömmu síðar var staðan orðin 4-1 er Kristinn Steindórsson lagði boltann snyrtilega í sama horn eftir létt bras á varnarmönnum Santa Coloma. Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. Hvort þeir byrji heima eða að heiman á eftir að koma í ljós. „Um leið og við fórum að hreyfa þá aðeins meira þá fóru þeir að snúast í hringi“ Höskuldur tekur við boltanum í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson var sáttur með leik kvöldsins að mestu leyti. Fyrirliðinn og hægri bakvörður Breiðabliks skoraði eitt og lagði upp annað í sigri kvöldsins. „Bara gaman og gott að vera kominn áfram í Evrópu. Þeir gerðu okkur smá lífið leitt í fyrri hálfleik, þetta var þolinmæðis vinna. Þeir lágu til baka og gerðu það ágætlega, svo var þetta svo sem aldrei í hættu.“ „Alveg sammála því, vorum full mikið að ekki að þora spila bolta á milli lína til að þora að brjóta upp þeirra þéttu þrjár varnarlínur. Um leið og við fórum að hreyfa þá aðeins meira þá fóru þeir að snúast í hringi, við fengum fullt af færum og nýttum þau vel.“ „Er það ekki fínasti vani? Og fín venja, þannig ég vil halda því áfram. Kvörtum ekki yfir því, sagði Höskuldur yfir þeirri staðreynd að Breiðablik skorar og skorar á heimavelli.“ „Bara gaman, aldrei komið þangað áður. Maður er alltaf að tikka inn fleiri lönd sem maður heimsækir - allavega fleiri hótel. Þetta er ekki mikið menningarlíf. Það verður hörkuslagur, erfitt að fara í sennilega tvö flug og sennilega 30 plús hita, það er alltaf erfitt. Spurning að eiga góðan heimaleik, byrja með krafti og koma okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Held það sé lykillinn,“ sagði Höskuldur að endingu. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Afonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. 14. júlí 2022 20:04 Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Ísak Snær fagnaði eins og Kristall Máni: „Smá æsing í þetta“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, fagnaði því sem reyndist sigurmark Breiðabliks gegn Santa Coloma með því að herma eftir fagni Kristals Mána Ingasonar, leikmanns Víkings, í Malmö. 8. júlí 2022 15:01 Mörkin frá Andorra og Póllandi Breiðablik og KR hófu leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hér að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan. 8. júlí 2022 09:31 Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. 7. júlí 2022 16:55
Breiðablik flaug áfram í næstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu með 4-1 sigri á Santa Coloma frá Andorra. Breiðablik lenti reyndar óvænt 0-1 undir í kvöld en það kom ekki að sök. Lokatölur í einvíginu 5-1 og Blikar komnir áfram. Leikur Breiðabliks og Santa Coloma fór fram í blíðskaparveðri í Kópavogi en þó ekki jafn góðu veðri og var í Andorra þar sem hitinn var gríðalega. Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddi við Vísi fyrir leik og þó hann hafi verið sáttur með sigurinn ytra vildi hann að sínir menn myndu hlaupa meira. Það gerðu þeir svo sannarlega – þó blaðamaður sé ekki með hlaupatölur – en færanýting þeirra var ekki upp á marga fiska. Blikar sköpuðu sér haug af fínum færum í fyrri hálfleik en tókst á einhvern hátt að lenda undir eftir að Viktor Karl Einarsson hafði brennt af einu slíku. Marc Priego Masso, markvörður Coloma, tók langt útspark. Boltinn skoppaði vel fyrir Joel Paredes Leones sem var góðum 35-40 metrum frá marki. Hann ákvað að láta vaða og flaug boltinn í fallegum boga (fyrir leikmenn og stuðningsfólk Santa Coloma) yfir Anton Ara Einarsson í marki Breiðabliks og staðan orðin 0-1 þegar sléttur hálftími var liðinn. Jason Daði ekki sáttur.Vísir/Hulda Margrét Eftir það virtist sem gestirnir ætluðu sér að halda út fram að hálfleik og þeir voru bókstaflega hársbreidd frá því. Heimamenn fengu fín færi en það var ekki fyrr en á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks sem Dagur Dan Þórhallsson óð upp að teig Santa Coloma, hann renndi boltanum til hægri á Höskuld Gunnlaugsson sem var að taka örugglega sitt hundraðasta utan á hlaup (e. overlap) í leiknum. Höskuldur sendi boltann fast meðfram jörðinni þar sem Ísak Snær Þorvaldsson var að sjálfsögðu mættur og skoraði með þægilegu skoti frá vítateig í hornið vinstra megin. Staðan orðin 1-1 og dómari leiksins flautaði til hálfleiks áður en leikurinn hófst að nýju. Ísak Snær fagnar marki sínu.Vísir/Hulda Margrét Breiðablik endaði fyrri hálfleikinn vel og byrjaði þann síðari í raun enn betur. Eftir gríðarlega langa sókn kom boltinn til Gísla Eyjólfssonar sem var á vítapunktinum með nánast engan nema markmanninn fyrir framan sig. Gísli þrumaði að marki og var boltinn á leiðinni inn ef ekki hefði verið fyrir hendina á Tiago Portuga, vinstri bakverði Santa Coloma. Dagur Dan var að fara skalla boltann yfir línuna er dómari leiksins flautaði, dæmdi vítaspyrnu og rak Portuga af velli. Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn og þrumaði boltanum niðri í vinstra hornið. Markvörður gestanna fór í rétt horn en kom engum vörnum við. Staðan orðin 2-1 og einvígið í raun búið. Höskuldur að smella boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Áður en Andri Rafn Yeoman kláraði leikinn endanlega þurfti Gísli Eyjólfsson að fara meiddur af velli. Vonandi fyrir Blika og Gísla sjálfan er ekki um alvarleg meiðsli að ræða. Gísli fór meiddur af velli.Vísir/Hulda Margrét Það var svo á 65. mínútu sem leikurinn var endanlega búinn. Breiðablik færði boltann frá hægri til vinstri þar sem Andri Rafn Yeoman, vinstri bakvörður Blika í dag, tékkaði inn völlinn og lagði hann í hornið nær. Skotið ekki fast en markvörður gestanna kom engum vörn við. Andri Rafn fagnar.Vísir/Hulda Margrét Örskömmu síðar var staðan orðin 4-1 er Kristinn Steindórsson lagði boltann snyrtilega í sama horn eftir létt bras á varnarmönnum Santa Coloma. Breiðablik mætir Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi í næstu umferð. Hvort þeir byrji heima eða að heiman á eftir að koma í ljós. „Um leið og við fórum að hreyfa þá aðeins meira þá fóru þeir að snúast í hringi“ Höskuldur tekur við boltanum í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson var sáttur með leik kvöldsins að mestu leyti. Fyrirliðinn og hægri bakvörður Breiðabliks skoraði eitt og lagði upp annað í sigri kvöldsins. „Bara gaman og gott að vera kominn áfram í Evrópu. Þeir gerðu okkur smá lífið leitt í fyrri hálfleik, þetta var þolinmæðis vinna. Þeir lágu til baka og gerðu það ágætlega, svo var þetta svo sem aldrei í hættu.“ „Alveg sammála því, vorum full mikið að ekki að þora spila bolta á milli lína til að þora að brjóta upp þeirra þéttu þrjár varnarlínur. Um leið og við fórum að hreyfa þá aðeins meira þá fóru þeir að snúast í hringi, við fengum fullt af færum og nýttum þau vel.“ „Er það ekki fínasti vani? Og fín venja, þannig ég vil halda því áfram. Kvörtum ekki yfir því, sagði Höskuldur yfir þeirri staðreynd að Breiðablik skorar og skorar á heimavelli.“ „Bara gaman, aldrei komið þangað áður. Maður er alltaf að tikka inn fleiri lönd sem maður heimsækir - allavega fleiri hótel. Þetta er ekki mikið menningarlíf. Það verður hörkuslagur, erfitt að fara í sennilega tvö flug og sennilega 30 plús hita, það er alltaf erfitt. Spurning að eiga góðan heimaleik, byrja með krafti og koma okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Held það sé lykillinn,“ sagði Höskuldur að endingu.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Afonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. 14. júlí 2022 20:04 Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01 Ísak Snær fagnaði eins og Kristall Máni: „Smá æsing í þetta“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, fagnaði því sem reyndist sigurmark Breiðabliks gegn Santa Coloma með því að herma eftir fagni Kristals Mána Ingasonar, leikmanns Víkings, í Malmö. 8. júlí 2022 15:01 Mörkin frá Andorra og Póllandi Breiðablik og KR hófu leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hér að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan. 8. júlí 2022 09:31 Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. 7. júlí 2022 16:55
Óskar Hrafn ku vera á lista hjá Norrköping Samkvæmt Afonbladet er Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, einn þeirra sem kemur til greina sem næsti þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Norrköping. 14. júlí 2022 20:04
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. 13. júlí 2022 22:01
Ísak Snær fagnaði eins og Kristall Máni: „Smá æsing í þetta“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, fagnaði því sem reyndist sigurmark Breiðabliks gegn Santa Coloma með því að herma eftir fagni Kristals Mána Ingasonar, leikmanns Víkings, í Malmö. 8. júlí 2022 15:01
Mörkin frá Andorra og Póllandi Breiðablik og KR hófu leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hér að neðan. Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan. 8. júlí 2022 09:31
Umfjöllun: Santa Coloma-Breiðablik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku. 7. júlí 2022 16:55
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti