Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 10:02 Cristiano Ronaldo gæti íhugað gylliboð frá Sádi-Arabíu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira