Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Atli Arason skrifar 13. júlí 2022 22:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. „Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
„Við vitum meira um þá núna heldur en við vissum um þá fyrir leikina. Þeir eru með ákveðna veikleika sem við þurfum að nýta okkur. Fyrst og síðast þá held ég að þessi leikur snúist um að hlaupa. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir til að hlaupa í leiknum úti en þar voru erfiðar og krefjandi aðstæður,“ sagði Óskar í viðtali við Stöð 2 Sport í aðdraganda seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld. „Við þurfum að gera hlutina hratt og gera þá af krafti. Þeir vilja gera hægja á leiknum og hafa hægt tempó. Við þurfum að stíga á bensíngjöfina og ekki fara af henni,“ bætti hann við. Staðan á leikmannahóp Breiðabliks fyrir leikinn mikilvæga á morgun er góð. „Það eru þannig lagað enginn teljandi meiðsli en auðvitað högg hér og þar. Það er bara Sölvi [Snær Guðbjargarson] sem er að koma til baka eftir beinmar á ökkla og svo er það Pétur Theódór [Árnason] sem verður ekki klár fyrr en í nóvember. Fyrir utan það er staðan mjög góð.“ Óskar varar sína menn við því að vanmeta Santa Coloma, líkt og restin af þjóðinni gerir. „Við stefnum á að spila eins vel og við getum. Þetta andorrska lið er sýnd veiði en ekki gefin. Ég held þeir séu betri en margir Íslendingar gefa þeim kredit fyrir. Við þurfum að passa okkur á því að bera virðingu fyrir þeim.“ „Það eru 15 atvinnumenn í þessu liði. Þeir eru búnir að setja mikla peninga í þetta og eru með fínt lið. Þetta eru góðir fótboltamenn og ef þeir fá tíma og pláss þá geta þeir sært okkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Viðtalið við Óskar í heild má sjá hér að neðan. Breiðablik mætir Santa Coloma klukkan 19.05 á Kópavogsvelli annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klukkan 21.15 er Sambandsdeildar uppgjörið á sínum stað. Klippa: Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina
Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira