Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2022 19:45 Mjög róstursamt hefur verið á Sri Lanka undanfarna viku þar sem mótmælendum hefur tekist að hrekja forseta landsins úr landi. Lögregla beitti bæði táragasi og vatnsbyssum á mótmælendur í dag sem náðu þó að yfirtaka skrifstofubyggingu forsætisráðherrans. AP/Eranga Jayawardena Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota. Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Eftir vikulöng mótmæli og uppreisn almennings vegna ömurlegs efnahagsástands sá Gotabaya Rajapaksa forseti Sri Lanka þann kost vænstan aðyfirgefa landið með herflugvél síðast liðna nótt. Almenningur hefur krafist afsagnar hans og forsætisráðherrans Ranil Wickremesinghe í friðsömum mótmælum undanfarna daga. Mótmælendur höfðu meðal annars lagt undir sig forsetahöllina án þess að valda þar tjóni. Í morgun bar Mahinda Yapa Abeywardena forseti þings landsins almenningi þessi skilaboð fráforsetanum. „Gotabaya Rajapaksa forseti upplýsti mig að samkvæmt 37.1. gr.stjórnarskrárinnar hefur hann falið Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra að sinna skyldum sínum þar sem hann dvelur núerlendis,“ sagði þingforsetinn. Þetta jók mjög á reiði almennings. Forsætisráðherrann sem tók við embætti forseta Sri Lanka í dag hefur hvorki fyrri skrifstofu sína né forseta höllina að að hverfa eftir að almenningur lagði báðar byggingarnar undir sig.AP/Eranga Jayawardena Her og lögregla beittu kraftmiklum vatnsbyssum á mótmælendur þegar fólk réðst til inngöngu í aðsetur forsætisráðherrans í morgun. Mjög fjölmennur hópur mótmælenda lét það hins vegar ekki á sig fá og yfirtók aðsetur forsætisráðherrans. Eftir að hinn flúni forseti hafði tilnefnt forsætisráðherrann íforsetaembættið skoraði hinn nýi forseti á almenning að láta af mótmælum sínum ella myndi herinn skerast í leikinn. Herinn hefur hingað til haldið sig að mestu til hlés. Yfirmenn hersins segjast virða stjórnarskrána.Þeir gáfu stjórnmálaleiðtogum hins vegar frest fram á kvöld til aðkomast að samkomulagi um framtíðlandsins sem er efnahagslega gjaldþrota.
Srí Lanka Tengdar fréttir Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. 13. júlí 2022 14:48
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. 13. júlí 2022 08:14
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. 12. júlí 2022 22:42
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent