Asparfræsský áhrifalítil en grasið verður áfram rótsterkt Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2022 07:30 Asparfræ safnast í hauga víða í Reykjavík Vísir/Vilhelm Hvít asparfræsský svífa nú um loftin en líffræðingur segir það misskilning að hvítir hnoðrarnir séu frjókorn en ekki fræ. Hins vegar standi yfir grasfrjókornatímabil sem nái hámarki kringum næstu mánaðamót. Ofnæmislæknir segir ofnæmislyf, augndropa og nefúða bestu meðölin við frjókornaofnæmi. Blaðamaður hafði samband við Anítu Ósk Áskelsdóttur, líffræðing sem sinnir frjómælingum hjá Náttúrufræðistofnun. Aðspurð út í þær aspardrífur sem falla nú til jarðar sagði Aníta það vera algengan rugling hjá fólki að tengja hvítu asparfræin við frjókorn. Það séu fræin sem myndi þessa hvítu hnoðra en þegar það gerist sé frjótímabilið löngu búið. „Fólk tengir þetta við frjókorn en almennt sérðu ekki frjókornin. Nema þú hristir eitthvað blóm sem er að blómstra en þá kemur smá ský,“ sagði Aníta um frjókornin. Þá sagði Aníta að grasafrjókorn og súrufrjókorn væru ráðandi þessa dagana og það sem „væri helst að trufla fólk núna.“ Hún sagði frjótíma grasafrjókorna yfirleitt byrja í júní og almennt ná hámarki í lok júlí eða byrjun ágúst. Frjótími birkis væri hins vegar liðinn, það hefði verið tveggja til fjögurra vikna tímabil sem kláraðist upp úr miðjum júní. Fyrir norðan hefðu verið háar frjótölur birkis en í Reykjavík hefði sáralítið mælst í júní. Frjókornaofnæmi „aðal-bissnessinn í dag“ Blaðamaður hafi einnig samband við Sigurveigu Þ. Sigurðardóttir, ofnæmislækni, til að spurja út í frjókornatímabilið. Aðspurð hver staðan væri hjá ofnæmislæknum í tengslum við frjókornaofnæmi sagði Sigurveig að frjókornaofnæmi væru „aðal-bissnessinn í dag.“ Fólk kæmi yfirleitt með sígild einkenni frjókornaofnæmis sem væru kláði, nefrennsli, hnerrar og kláði í augum en „Sumir eru eins og þeir séu með sand í augunum og ef maður nuddar augun þá verður það enn þá verra,“ sagði Sigurveig. Hér má sjá grasfrjókorn svífa um loftið en þau eru yfirleitt svo smá að maður tekur ekki eftir þeim.Patrick Pleul/Getty Einnig fyndi fólk fyrir astmaeinkennum og andþyngslum en sumt fólk fyndi einungis fyrir andþyngslum við áreynslu, t.d. þegar það færi út að skokka í frjókornunum. Aðspurð hvort álagið hjá ofnæmislæknum væri jafnmikið yfir allt sumarið sagði Sigurveig að álagið væri mest í byrjun sumars þegar fólk væri að uppgötva ofnæmið. Stundum sé það þannig að fólk viti að það sé með ofnæmi en gleymi að fá sér lyf þegar frjóið byrjar. Trjá- og túnfíflaofnæmi í byrjun sumars og grasið taki svo við Sigurveig segir að fólk komi líka með börn sem eru að fá frjóofnæmiseinkenni í fyrsta sinn og vilji þá vita hvað veldur. Algengast er að það séu gras- eða birkiofnæmi en það geti líka verið ofnæmi fyrir túnfíflum. Trjá- og túnfíflaofnæmi séu frekar í byrjun sumars og svo komi grasið í framhaldi af því. Í byrjun sumars er frjótímabil túnfífla og trjátegunda á borð við birki og aspir. Síðan taki við frjótímabil grass.Vísir/Getty Það séu ekki bara börn sem komi til ofnæmislækna vegna nýuppgötvaðs ofnæmis heldur gerist það líka að fullorðið fólk uppgötvi seint á ævinni að það sé með ofnæmi. Aðspurð hvað sé best að gera ef maður finnur fyrir einkennum en veit ekki að maður sé með ofnæmi segir Sigurveig að maður geti leitað sér fræðslu hjá Astma- og ofnæmisfélaginu eða farið í greiningu. Hins vegar sé hægt að fá ofnæmislyf, stera og augndropa án lyfseðils en þá þurfi maður að vita hvað sé að. Þá segir Sigurlaug að ofnæmi verði oft verra með árunum og þá þurfi að fara í sterkari lyf og öðruvísi meðferð og þá sé gott að fá aðstoð hjá lækni. Hægt að halda sig inni eða fara út á haf Aðspurð hvort eitthvað annað sé hægt að gera, eins og að halda sig bara inni sagði Sigurveig að „vissulega gæti maður forðast ofnæmisvakann sem er besta leiðin.“ „Það getur maður gert með því að vera einhvers staðar úti á hafi,“ sagði hún og hló svo. En maður geti líka haldið sig innandyra en þá megi ekki vera með gluggana opna. Fólk með mjög slæmt ofnæmi sé oft ráðlagt að sofa með lokaða glugga sem sumum finnist svakalega erfitt. Eins eigi maður ekki að þurrka fötin sín úti af því frjóin setjast þá á fötin. Jafnframt segir Sigurveig að það sé vont að vera úti í óslegnu grasi og nefnir sem dæmi eitt árið eftir hrun þegar ekkert var slegið í Reykjavík hafi fólk fundið fyrir miklum einkennum. Hins vegar sé heldur ekki gott fyrir fólk með ofnæmi að vera viðstatt garðasláttur því þá þyrlast frjóin upp í loft. Ef maður er með grasofnæmi er ekki sniðugt að vera þar sem er mikið óslegið gras né að vera viðstaddur garðasláttur.Fairfax Media/Getty Aðspurð hvort fólk geti hlotið alvarleg einkenni ef ofnæmi eru ekki meðhöndluð sagði Sigurveig að besta dæmið um það sé „að ef fólk er með astma og ofnæmi fyrir grasi eða frjókornum getur astminn orðið svolítið slæmur. Það er ekki gott að vera með astma og meðhöndla hann ekki því þá getur hann versnað.“ Ef maður er með astma sé því gott að vita af öllum ofnæmum. Garðyrkja Blóm Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Anítu Ósk Áskelsdóttur, líffræðing sem sinnir frjómælingum hjá Náttúrufræðistofnun. Aðspurð út í þær aspardrífur sem falla nú til jarðar sagði Aníta það vera algengan rugling hjá fólki að tengja hvítu asparfræin við frjókorn. Það séu fræin sem myndi þessa hvítu hnoðra en þegar það gerist sé frjótímabilið löngu búið. „Fólk tengir þetta við frjókorn en almennt sérðu ekki frjókornin. Nema þú hristir eitthvað blóm sem er að blómstra en þá kemur smá ský,“ sagði Aníta um frjókornin. Þá sagði Aníta að grasafrjókorn og súrufrjókorn væru ráðandi þessa dagana og það sem „væri helst að trufla fólk núna.“ Hún sagði frjótíma grasafrjókorna yfirleitt byrja í júní og almennt ná hámarki í lok júlí eða byrjun ágúst. Frjótími birkis væri hins vegar liðinn, það hefði verið tveggja til fjögurra vikna tímabil sem kláraðist upp úr miðjum júní. Fyrir norðan hefðu verið háar frjótölur birkis en í Reykjavík hefði sáralítið mælst í júní. Frjókornaofnæmi „aðal-bissnessinn í dag“ Blaðamaður hafi einnig samband við Sigurveigu Þ. Sigurðardóttir, ofnæmislækni, til að spurja út í frjókornatímabilið. Aðspurð hver staðan væri hjá ofnæmislæknum í tengslum við frjókornaofnæmi sagði Sigurveig að frjókornaofnæmi væru „aðal-bissnessinn í dag.“ Fólk kæmi yfirleitt með sígild einkenni frjókornaofnæmis sem væru kláði, nefrennsli, hnerrar og kláði í augum en „Sumir eru eins og þeir séu með sand í augunum og ef maður nuddar augun þá verður það enn þá verra,“ sagði Sigurveig. Hér má sjá grasfrjókorn svífa um loftið en þau eru yfirleitt svo smá að maður tekur ekki eftir þeim.Patrick Pleul/Getty Einnig fyndi fólk fyrir astmaeinkennum og andþyngslum en sumt fólk fyndi einungis fyrir andþyngslum við áreynslu, t.d. þegar það færi út að skokka í frjókornunum. Aðspurð hvort álagið hjá ofnæmislæknum væri jafnmikið yfir allt sumarið sagði Sigurveig að álagið væri mest í byrjun sumars þegar fólk væri að uppgötva ofnæmið. Stundum sé það þannig að fólk viti að það sé með ofnæmi en gleymi að fá sér lyf þegar frjóið byrjar. Trjá- og túnfíflaofnæmi í byrjun sumars og grasið taki svo við Sigurveig segir að fólk komi líka með börn sem eru að fá frjóofnæmiseinkenni í fyrsta sinn og vilji þá vita hvað veldur. Algengast er að það séu gras- eða birkiofnæmi en það geti líka verið ofnæmi fyrir túnfíflum. Trjá- og túnfíflaofnæmi séu frekar í byrjun sumars og svo komi grasið í framhaldi af því. Í byrjun sumars er frjótímabil túnfífla og trjátegunda á borð við birki og aspir. Síðan taki við frjótímabil grass.Vísir/Getty Það séu ekki bara börn sem komi til ofnæmislækna vegna nýuppgötvaðs ofnæmis heldur gerist það líka að fullorðið fólk uppgötvi seint á ævinni að það sé með ofnæmi. Aðspurð hvað sé best að gera ef maður finnur fyrir einkennum en veit ekki að maður sé með ofnæmi segir Sigurveig að maður geti leitað sér fræðslu hjá Astma- og ofnæmisfélaginu eða farið í greiningu. Hins vegar sé hægt að fá ofnæmislyf, stera og augndropa án lyfseðils en þá þurfi maður að vita hvað sé að. Þá segir Sigurlaug að ofnæmi verði oft verra með árunum og þá þurfi að fara í sterkari lyf og öðruvísi meðferð og þá sé gott að fá aðstoð hjá lækni. Hægt að halda sig inni eða fara út á haf Aðspurð hvort eitthvað annað sé hægt að gera, eins og að halda sig bara inni sagði Sigurveig að „vissulega gæti maður forðast ofnæmisvakann sem er besta leiðin.“ „Það getur maður gert með því að vera einhvers staðar úti á hafi,“ sagði hún og hló svo. En maður geti líka haldið sig innandyra en þá megi ekki vera með gluggana opna. Fólk með mjög slæmt ofnæmi sé oft ráðlagt að sofa með lokaða glugga sem sumum finnist svakalega erfitt. Eins eigi maður ekki að þurrka fötin sín úti af því frjóin setjast þá á fötin. Jafnframt segir Sigurveig að það sé vont að vera úti í óslegnu grasi og nefnir sem dæmi eitt árið eftir hrun þegar ekkert var slegið í Reykjavík hafi fólk fundið fyrir miklum einkennum. Hins vegar sé heldur ekki gott fyrir fólk með ofnæmi að vera viðstatt garðasláttur því þá þyrlast frjóin upp í loft. Ef maður er með grasofnæmi er ekki sniðugt að vera þar sem er mikið óslegið gras né að vera viðstaddur garðasláttur.Fairfax Media/Getty Aðspurð hvort fólk geti hlotið alvarleg einkenni ef ofnæmi eru ekki meðhöndluð sagði Sigurveig að besta dæmið um það sé „að ef fólk er með astma og ofnæmi fyrir grasi eða frjókornum getur astminn orðið svolítið slæmur. Það er ekki gott að vera með astma og meðhöndla hann ekki því þá getur hann versnað.“ Ef maður er með astma sé því gott að vita af öllum ofnæmum.
Garðyrkja Blóm Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira