Hin 28 ára gamla Putellas vann Gullknöttinn fyrr á þessu ári og hefur verið hreint út sagt stórkostleg undanfarin misseri fyrir frábært lið Barcelona. Spánn leyfði sér líka að dreyma en með Putellas á miðjunni er allt hægt.
Hún meiddist hins vegar illa á hné á síðustu æfingu spænska landsliðsins áður en mótið hófst. Stuttu seinna var staðfest að krossband í hné hefði slitnað og nú hefur Barcelona tilkynnt að um aftara krossband í vinstri fæti sé slitið.
According to an official Barcelona club statement, Barça captain, Alexia Putellas ruptured her left ACL during training & is likely to miss most of the next UWCL season as a result. pic.twitter.com/DKLRd5qsPw
— DAZN Football (@DAZNFootball) July 12, 2022
Telur Barcelona að Putellas verði frá nær allt næsta tímabil sem setur heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023 einnig í hættu. Það gæti því farið svo að meiðslin muni halda Putellas frá keppni á EM í sumar og HM næsta sumar.
Spánn hefur ekki verið sannfærandi á EM til þessa. Eftir að lenda undir gegn Finnlandi kom liðið til baka og vann 4-1 sigur en tapaði svo örugglega gegn Þýskalandi í síðasta leik, lokatölur 2-0. Spánn og Danmörk mætast því í hreinum úrslitaleik um sæti í 8-liða úrslitum þann 16. júlí næstkomandi.