Þessi lína hvetjandi kvenna inniheldur til dúkkur sem til dæmis eru framleiddar eftir útliti Eleanor Roosevelt, Rosa Parks, Maya Angelou og fleiri. Nú hefur Dr. Jane Goodall bæst í hópinn.
Goodall sjálf er orðin 88 ára gömul og stundaði rannsóknir á hegðun fremdardýra í Afríku frá árinu 1960. Hún segir í samtali við Reuters að hana hafi lengi langað í Barbídúkku sem líkist sér, að hennar mati hafi stelpur þurft á fleiri valkostum varðandi dúkkur að halda. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.
Samkvæmt heimasíðu Mattel er dúkka Goodall sú fyrsta sem unnin er úr að minnsta kosti 75% endurunnu plasti að höfði og hári undanskildu.