Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. júlí 2022 07:48 Musk þykir hið mesta ólíkindatól. epa/Britta Pedersen Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut. Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið. Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í kæru Twitter segir að Musk, sem er ríkasti maður heims, hafi sett upp leiksýningu þegar hann sóttist eftir því að eignast fyrirtækið en síðan talið sig undanþegin lögum og frjálsan til að skipta um skoðun, „tala illa um fyrirtækið, raska starfsemi þess, draga úr virði þess og ganga á braut.“ Musk er sakaður um fjölmörg brot á samkomulaginu við Twitter, sem eru sögð hafa varpað skugga á fyrirtækið og starfsemi þess. Þá tísti Bret Taylor að fyrirtækið vildi draga Musk til ábyrgðar. „Oh kaldhæðnin lol,“ tísti Musk. Filing here: https://t.co/v3DytG4Cv1 https://t.co/mjbmm6tTMk— Bret Taylor (@btaylor) July 12, 2022 Oh the irony lol— Elon Musk (@elonmusk) July 12, 2022 Í kæru Twitter segir að Musk hafi gengið frá samningum þar sem það þjónaði ekki lengur persónulegum hagsmunum hans. Þá er þess getið að eftir að samningum var náð hafi virði bréfa á markaði fallið, meðal annars í Tesla sem er í eigu Musk. „Virði hlutar Musk í Tesla, kjölfestu persónulegra auðæfa hans, hefur dregist saman um meira en 100 milljarða frá því það var hæst í nóvember 2021. Þannig að Musk vill losna,“ segir í kærunni. Musk vilji láta hluthafa Twitter bera skaðann, í stað þess að axla sjálfur ábyrgð. Musk hefur sakað Twitter um að hafa ekki látið sig fá allar nauðsynlegar upplýsingar um fyrirtækið.
Twitter Tesla Bandaríkin Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf