Umfjöllun: Þýskaland-Spánn 2-0 | Þýskaland fyrsta liðið til þess að komast í átta liða úrslitin Atli Arason skrifar 12. júlí 2022 20:49 Þjóðverjar eru komnir í útsláttarkeppni Evrópumótsins. Vísir/Getty Klara Buhl kom þýska liðinu yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Alexandra Popp tvöfaldaði forystu Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks. Popp, sem leikur með Wolfsburg, var þarna að skora sitt annað mark á mótinu en hún skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri gegn Danmörku í fyrstu umferðinni. Þar við sat og Þýskaland er með sex stig á toppi B-riðilsins og liðið er komið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið hefur haft betur gegn bæði Spánverjum og Dönum sem eru í öðru til þriðja sæti. Spánn og Danmörk hafa hvort um sig þrjú stig en Danir báru sigurorð af Finnlandi, sem er án stiga, í fyrri leik dagsins í riðlinum. Þýskaland mætir Finnlandi í lokaumferð riðilsins á laugardaginn kemur en sama dag leiða Spánn og Danmörk saman hesta sína í úrslitaleik um að fylgja Þýskalandi í átta liða úrslitin. Irene Paredes reynir að halda aftur af Alexöndru Popp í leik liðanna í kvöld. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Klara Buhl kom þýska liðinu yfir strax á þriðju mínútu leiksins og Alexandra Popp tvöfaldaði forystu Þjóðverja undir lok fyrri hálfleiks. Popp, sem leikur með Wolfsburg, var þarna að skora sitt annað mark á mótinu en hún skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri gegn Danmörku í fyrstu umferðinni. Þar við sat og Þýskaland er með sex stig á toppi B-riðilsins og liðið er komið í átta liða úrslit keppninnar þar sem liðið hefur haft betur gegn bæði Spánverjum og Dönum sem eru í öðru til þriðja sæti. Spánn og Danmörk hafa hvort um sig þrjú stig en Danir báru sigurorð af Finnlandi, sem er án stiga, í fyrri leik dagsins í riðlinum. Þýskaland mætir Finnlandi í lokaumferð riðilsins á laugardaginn kemur en sama dag leiða Spánn og Danmörk saman hesta sína í úrslitaleik um að fylgja Þýskalandi í átta liða úrslitin. Irene Paredes reynir að halda aftur af Alexöndru Popp í leik liðanna í kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti