Umfjöllun: Danmörk-Finnland 1-0 | Harder hélt lífi í vonum Danmerkur Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2022 17:54 Pernille Harder skoraði sigurmarkið með skalla af stuttu færi. Vísir/Getty Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttus við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag. Bæði lið töpuðu stórt í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Danir töpuðu fyrir Þjóðverjum og Finnar á móti Spánverjum. Það var Pernille Harder sem skoraði markið sem skildi liðin að þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum en undir lok leiksins þurfti fyrirliði danska liðsins að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs. Loksins, loksins kom mark í leik Danmerkur og Finnlands. Það er Pernille Harder er það gerir fyrir Danmörk - staðan 1-0. pic.twitter.com/HkeDEbMGHM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Ekki virtist Harder þó vera mjög meint af og verður hún að öllum líkindum með þegar Danir mæta Spáni í lokaumferð riðilsins. Þýskaland og Spánn leiða saman hesta sína í seinni leik dagsins í annarri umferð B-riðilsins klukkan 19.00 í kvöld. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Danmörk lagði Finnland að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttus við í B-riðli Evópumóts kvenna í fótbolta í dag. Bæði lið töpuðu stórt í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Danir töpuðu fyrir Þjóðverjum og Finnar á móti Spánverjum. Það var Pernille Harder sem skoraði markið sem skildi liðin að þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum en undir lok leiksins þurfti fyrirliði danska liðsins að yfirgefa völlinn vegna höfuðhöggs. Loksins, loksins kom mark í leik Danmerkur og Finnlands. Það er Pernille Harder er það gerir fyrir Danmörk - staðan 1-0. pic.twitter.com/HkeDEbMGHM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 12, 2022 Ekki virtist Harder þó vera mjög meint af og verður hún að öllum líkindum með þegar Danir mæta Spáni í lokaumferð riðilsins. Þýskaland og Spánn leiða saman hesta sína í seinni leik dagsins í annarri umferð B-riðilsins klukkan 19.00 í kvöld.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti