Valur fær sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar: „Hefði verið galið að sleppa þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 12:44 Valsmenn fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Valur hefur fengið úthlutað sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta og mun því ekki þurfa að leika í undankeppni um laust sæti í riðlakeppninni. Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum. Handbolti Valur Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum.
Handbolti Valur Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn