Sveitarstjóri Dalabyggðar með tæplega 1,7 milljón króna í mánaðarlaun Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. júlí 2022 19:28 Björn Bjarki Þorsteinsson er nýr sveitarstjóri Dalabyggðar. SFV Björn Bjarki Þorsteinsson var í dag ráðinn sveitarstjóri Dalabyggðar en hann fær 1,675 milljón króna í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks sem nemur 127 þúsundum króna. Ellefu umsóknir um stöðuna bárust en þeim var öllum hafnað og var Björn Bjarki ráðinn í staðinn. Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund. Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Björn Bjarki hefur starfað sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi, síðastliðin fimmtán ár og setið í stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu síðastliðin tíu ár, lengst af sem varaformaður og síðar formaður þar til í apríl síðastliðnum. Björn Bjarki hefur áralanga reynslu af sveitarstjórnarstörfum en hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil. Einnig hefur hann gegnt formennsku meðal annars í byggðarráði og fræðslunefnd. Samkvæmt fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar verður Björn Bjarki með 1,675 milljón króna í mánaðarlaun og ökutækjastyrk upp á 127 þúsund krónur. Þá fær hann farsíma til afnota og mun sveitarfélagið borga símreikning, internet-tengingu og iðgjöld af veikinda-, slysa- og líftryggingu. Björn Bjarki mun leigja íbúð af Dalabyggð og greiðir fyrir hana samkvæmt gjaldskrá um leiguíbúðir sveitarfélagsins. Reiknað er með að hann hefji störf undir lok sumars. Samkvæmt tölum á vef Hagstofu eru íbúar sveitarfélagsins 665 talsins en þeim fjölgaði verulega seinasta ár, eða um 45 talsins. Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní síðastliðinn. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Að lokinni úrvinnslu umsókna var það mat byggðaráðs að hafna skyldi öllum umsóknum. Umsækjendur voru: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri Örn Haukur Magnússon, framkvæmdastjóri Uppfært: Upphaflega stóð að ökutækjastyrkurinn væri 217 þúsund krónur á mánuði en er í rauninni 127 þúsund.
Dalabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Meirihluti í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra. 16. maí 2022 15:46