Fótbolti

Maga­kveisa herjar á lið Sviss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mögulega er einhver af þessum á klósettinu sem stendur en alls eru átta leikmenn Sviss með magakveisu.
Mögulega er einhver af þessum á klósettinu sem stendur en alls eru átta leikmenn Sviss með magakveisu. Naomi Baker/Getty Images

Það geta ýmisleg vandamál komið upp á meðan stórmóti í íþróttum stendur og hefur lið Sviss á Evrópumóti kvenna í fótbolta fengið að bragða á því. Fresta þurfti æfingu liðsins í dag þar sem átta leikmenn og 11 starfsmenn eru fastir á klósettinu.

The Athletic greinir frá að fresta hafi þurft æfingu svissneska liðsins í dag en það mætir Svíþjóð á miðvikudag. Ástæðan er sú að stór hluti leikmannahópsins og enn stærri hluti starfsliðs Sviss eru með magakveisu.

Þetta staðfesti fjölmiðlafulltrúi liðsins svo er Athletic spurðist fyrir. Talað er um vandræði í meltingavegi en ekki var farið í nánari útskýringar. Þá var enginn leikmaður né starfsmaður nefndur á nafn. Sviss er með búðir í Leeds og virðist sem maturinn þar sé ekki upp á marga fiska.

Eftir að gera 2-2 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM þá mætir Sviss gríðarlega öflugu liði Svíþjóðar á miðvikudag. Það verður því að segjast að magakveisan gæti ekki hafa komið á verri tíma en þetta gerir allan undirbúning fyrir leik vikunnar gríðarlega erfiðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×