Noregur fór að hátta og England skoraði átta Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 21:05 Bethany Mead skoraði þrennu gegn Noregi. Getty Images Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn frá upphafi á EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. Noregur, sem er næst sigursælasta lið Evrópumótsins, var eitt af þeim liðum sem þóttu líkleg til árangurs á mótinu en eftir leik kvöldsins varð EM 2022 að martröð fyrir þær norsku. Á 10. mínútu fékk María Þórisdóttir dæmda á sig vítaspyrnu þegar hún braut á Ellen White innan vítateigs. Georgia Stanway tók vítaspyrnuna og skoraði af gífurlegu öryggi þegar hún þrumaði boltanum upp í markvinkilinn. Guro Pettersen, markvörður Noregs, valdi rétt horn en átti þó aldrei möguleika að verja vítaspyrnuna. Fimm mínútum síðar voru þær ensku búnar að tvöfalda forskot sitt. Bethany Mead keyrði þá inn í vítateig Noregs og gaf boltann fyrir á Lauren Hemp sem stýrði knettinum í autt netið. Ellen White bætti svo við þriðja markinu þegar hún hrifsaði boltann af Maríu í öftustu línu Noregs og kláraði færið sitt snyrtilega í fjær hornið framhjá Pettersen í markinu á 29. mínútu. Vont varð verra fyrir Noreg á 34. mínútu þegar Mead stýrði knettinum í netið með kollinum eftir frábæra fyrirgjöf Hemp af hægri væng. Fimmta markið leit svo dagsins ljós á 38. mínútu þegar Mead lék framhjá þremur varnarmönnum Noregs innan vítateigs þeirra og lagði boltan þægilega í net Noregs. Ellen White skoraði sjötta mark Englands eftir laglegan undirbúning Francesca Kriby og sigurinn nánast í höfn fyrir England eftir einungis rúmar 40 mínútur. Hálfleikstölur voru 6-0. Á 66. mínútu á Lucia Bronze frábæra fyrirgjöf af hægri væng og Alessia Russo skallaði knöttinn í netið þar sem Pettersen í marki Noregs kom engum vörnum við. Mead fullkomnaði svo þrennu sína er hún skoraði áttunda mark Englands þegar hún fylgdi á eftir skoti Keira Walsh sem Pettersen varði en boltinn féll beint fyrir lappir Mead. Næsti leikur Englands er gegn Norður-Írlandi á föstudaginn á meðan Noregur spilar á móti Austurríki sama dag. England er á toppi A-riðls með sex stig en Noregur og Austurríki eru með jafn mörg stig í 2. og 3. sæti á meðan Norður-Írland rekur lestina án stiga. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Englendingar sendu skýr skilaboð til umheimsins þegar þær gjörsigruðu Noreg með átta mörkum gegn engu í A-riðli á EM í Englandi. Var þetta stærsti sigurinn frá upphafi á EM og stærsta tap í sögu Noregs þar sem leikmenn liðsins voru hreinlega steinsofandi frá fyrstu mínútu. Noregur, sem er næst sigursælasta lið Evrópumótsins, var eitt af þeim liðum sem þóttu líkleg til árangurs á mótinu en eftir leik kvöldsins varð EM 2022 að martröð fyrir þær norsku. Á 10. mínútu fékk María Þórisdóttir dæmda á sig vítaspyrnu þegar hún braut á Ellen White innan vítateigs. Georgia Stanway tók vítaspyrnuna og skoraði af gífurlegu öryggi þegar hún þrumaði boltanum upp í markvinkilinn. Guro Pettersen, markvörður Noregs, valdi rétt horn en átti þó aldrei möguleika að verja vítaspyrnuna. Fimm mínútum síðar voru þær ensku búnar að tvöfalda forskot sitt. Bethany Mead keyrði þá inn í vítateig Noregs og gaf boltann fyrir á Lauren Hemp sem stýrði knettinum í autt netið. Ellen White bætti svo við þriðja markinu þegar hún hrifsaði boltann af Maríu í öftustu línu Noregs og kláraði færið sitt snyrtilega í fjær hornið framhjá Pettersen í markinu á 29. mínútu. Vont varð verra fyrir Noreg á 34. mínútu þegar Mead stýrði knettinum í netið með kollinum eftir frábæra fyrirgjöf Hemp af hægri væng. Fimmta markið leit svo dagsins ljós á 38. mínútu þegar Mead lék framhjá þremur varnarmönnum Noregs innan vítateigs þeirra og lagði boltan þægilega í net Noregs. Ellen White skoraði sjötta mark Englands eftir laglegan undirbúning Francesca Kriby og sigurinn nánast í höfn fyrir England eftir einungis rúmar 40 mínútur. Hálfleikstölur voru 6-0. Á 66. mínútu á Lucia Bronze frábæra fyrirgjöf af hægri væng og Alessia Russo skallaði knöttinn í netið þar sem Pettersen í marki Noregs kom engum vörnum við. Mead fullkomnaði svo þrennu sína er hún skoraði áttunda mark Englands þegar hún fylgdi á eftir skoti Keira Walsh sem Pettersen varði en boltinn féll beint fyrir lappir Mead. Næsti leikur Englands er gegn Norður-Írlandi á föstudaginn á meðan Noregur spilar á móti Austurríki sama dag. England er á toppi A-riðls með sex stig en Noregur og Austurríki eru með jafn mörg stig í 2. og 3. sæti á meðan Norður-Írland rekur lestina án stiga.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti