„Súrar núna en það gerir okkur bara hungraðri í að taka sigurinn næst“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:30 Guðrún Arnardóttir var súr og svekkt með það að taka aðeins eitt stig úr fyrsta leik Íslands á EM. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð súr og svekkt með það að liðið hafi aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Belgíu fyrr í dag, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í opnunarleik D-riðils á EM. „Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
„Akkúrat núna er þetta svolítið súrt,“ sagði Guðrún að leik loknum. „Mér fannst við heilt yfir betri aðilinn í leiknum og mér fannst við geta tekið sigurinn. Þannig að akkúrat núna svíður þetta svolítið.“ Þrátt fyrir að vera ósátt við úrslitin var Guðrún þó nokkuð ánægð með spilamennsku liðsins. „Mér fannst við fínar varnarlega og þær voru í rauninni ekki að ná að skapa sér mikið sjálfar. Það sem þær náðu að skapa sér var út frá okkar mistökum. Við hefðum getað verið aðeins rólegri á boltann sóknarlega fannst mér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo hefðum við náttúrulega getað klárað færin til að vinna.“ Staðan í leiknum var markalaus þegar haldið var inn í hálfleikshléið, en íslensku stelpurnar mættu af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Guðrún segir þó að ekki hafi verið gerðar miklar áherslubreytingar inni í búningsklefa. „Við töluðum bara um að halda sama striki. Við þurftum að vera aggresívar og halda áfram með góðan varnarleik og að sama skapi vera svolítið „ruthless“ fram á við. En að sama skapi þurftum við að halda í boltann þegar við vorum að vinna hann. Færin þeirra voru að skapast út frá okkar mistökum þannig að við þurftum að minnka okkar mistök og þá myndu færin þeirra minnka líka.“ Íslenska liðið fékk svo sannarlega færin til að taka öll stigin þrjú, en því miður gekk það ekki upp í dag. „Þó að mér hafi fundist seinni hálfleikurinn betri en sá fyrri þá fannst mér við samt betri aðilinn í fyrri hálfleik. Við vorum að skapa færi og við vorum að halda í boltann þannig að það er súrt að hafa ekki náð þrem stigum í dag.“ Varnarlína íslenska liðsins stóð að mestu leyti vel í dag og Guðrún hrósaði öllu liðinu fyrir sína varnavinnu í dag. „Það er allt liðið sem verst og það gerir okkur í vörninni auðveldara fyrir þegar mennirnir fyrir framan okkur vinna góða vinnu. Vörnin snýst um allt liðið frá framherja niður í markmann.“ Íslenska liðið er nú með eitt stig eftir fyrsta leikinn á EM og þarf að bæta í ef það á að takast að komast upp úr riðlinum. „Við erum svolítið súrar núna en það gerir okkur bara hungraðari í að taka sigurinn næst. Við eru hvergi nærri hættar,“ sagði Guðrún að lokum. Klippa: Guðrun Arnardottir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira