Karólína Lea: Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 09:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er spennt fyrir fyrsta Evrópumótinu sínu eins og fleiri í íslenska hópnum. Vísir/Vilhelm Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er kannski ung að árum en hún er komin til þýska stórliðsins Bayern München og í lykilhlutverk hjá íslenska landsliðinu. Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Í dag mun þessi tvítuga knattspyrnukona taka risastórt skref á ferlinum þegar hún spilar sinn fyrsta leik á EM. Ísland mætir Belgíu í dag og hefst leikurinn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. „Stemmning er mjög góð og ekkert smá gaman að vera loksins komnar hingað. Það er búinn að vera draumur margra að fara á stórmót og það er gríðarlega gaman að vera komnar loksins,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún hitti blaðamenn á hóteli íslenska liðsins. „Það er draumur allra að komast á stórmót og þá sérstaklega að geta það með svona lítilli þjóð. Við höfum alveg miklar væntingar og vonandi gengur okkur eins og við viljum,“ sagði Karólína Lea. En er íslenska þjóðin að setja of mikla pressu á íslenska liðið fyrir þetta Evrópumót? „Nei, nei. Við vitum alveg hvernig Íslendingar eru og við setjum alltaf markið hátt. Við höfum fulla trú á því að við getum komist langt. Vonandi lendum við á okkar degi,“ sagði Karólína Lea. „Við ætlum að spila upp á okkar styrkleika og reyna að herja á þeirra veikleika,“ sagði Karólína Lea. „Belgía er með mjög sterkt lið en ég trúi því að ef við erum á okkar degi þá ættum við að geta unnið þær,“ sagði Karólína Lea en eru íslensku stelpurnar að fara að pressa þær belgísku hátt á vellinum. „Ég held að það komi meira í ljós í leiknum. Ég hef heyrt að þær séu svolítið líka Pólverjunum. Þær eru of mikið að horfa boltann og bakverðirnir þeirra elta kantana mikið. Það gæti því opnað svæði fyrir miðjumenn og bakverði. Þetta verður mjög spennandi að sjá,“ sagði Karólína Lea.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira