Losa sig við Covid-ketti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2022 21:00 Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni. Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Á meðan að kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og samkomubann var í gildi var nær slegist um hvern kött í Kattholti og flest búr tóm. Nú er staðan hins vegar önnur. „Það er búið að vera ansi mikil aukning af kisum til okkar og eins og er þá er athvarfið alveg fullsetið af köttum. Þetta er náttúrulega breyting af því að í Covidinu ef það kom köttur inn þá var hann farinn bara nánast samdægurs og slegist um hann. Núna eru kettirnir lengur hjá okkur og það er svona ekki alveg jafn mikil eftirspurn,“ segir Jóhanna Evensen rekstrarstjóri Kattholts. Nokkrir kettlingar eru á meðal þeirra sem dvelja nú í Kattholti og eru í leit að heimili.Vísir/Einar Þá á hún von á að köttunum í Kattholti fjölgi meira á næstunni þar sem komið hefur verið með sjö kettlingafullar læður í Kattholt það sem af er sumri. Í fyrrasumar var aðeins komið með tvær kettlingafullar læður yfir sumartímann. „Það gæti tengst því líka að kettir sem fóru í Covid hafi ekki verið geldir að þeir séu þá að koma inn ófrískir núna.“ Jóhanna segir ekki aðeins fleiri ketti vera að koma í Kattholt heldur hafi auglýsingum á samfélagsmiðlum eftir heimilum fyrir ketti líka fjölgað. Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk losi sig við kettina geta verið margar. „Það getur verið að það sé komið ofnæmi eða að fólk sé að flytja í annað húsnæði sem að leyfir ekki dýr eða að fólk jafnvel bara kannski útvegaði sér ekki pössun fyrir köttinn og er að fara í frí eða eitthvað slíkt.“ Vonir standa til að hratt gangi að finna heimili fyrir kettlingana fimm sem nú eru í Kattholti.Vísir/Einar
Dýr Kettir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gæludýr Tengdar fréttir Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01 Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Slegist um ketti í Kattholti Það er slegist um hvern kött í Kattholti þessa dagana en kórónuveirufaraldurinn hefur haft það í för með sér að fleiri vilja eignast kött en áður. 27. október 2020 21:01
Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. 9. júlí 2021 20:00