Megum við tala íslensku hérna? Gunnar Björn Björnsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Núna árið 2022 er staðan í þjóðfélaginu okkar orðin stórfurðuleg. Ef við íslendingar hefðum almennt ekki þokkalegan grunn í ensku máli, þá værum við einfaldlega í vandræðum með almenn samskipti eins og að biðja um vöru og þjónustu í okkar eigin heimalandi. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál, þetta hefur að gera með mönnunarvanda og þannig er gefinn afsláttur á því að læra íslenskuna sem okkur þykir vonandi öllum vænt um. Það kemur sér vel fyrir flest okkar að hafa enskukunnáttu. Enska er mjög mikilvægt mál víða í heiminum og engin ástæða til að gera lítið úr því. Hins vegar finnst mér alveg drepleiðinlegt að tala ensku á Íslandi, því mér finnst það einfaldlega vera asnalegt. Ég hélt það væri sjálfsögð mannréttindi mín að tala íslensku í mínu heimalandi. Auðvitað þurfa útlendingar að gera ráð fyrir því að það verði töluð íslenska á þessari eyju okkar, að sjálfsögðu! Það á að ekki að vera þeirra hlutverk að stjórna því á hvaða máli við íslendingar tjáum okkur þegar við biðjum um vörur og þjónustu heima hjá okkur. Auðvitað er þetta ekkert einfalt mál. Sumir ætla bara að koma hingað til skamms tíma til að vinna. Aðrir eiga erfitt með að læra málið okkar og þannig mætti halda áfram. En er ekki okkar íslendinga draga línurnar og setja mörk? Við gætum sagt erlenda vinnuaflinu og okkur þætti vænt um að það lærði málið okkar ekki satt? Við gætum hjálpað því betur að læra málið okkar ekki satt? Við getum sjálf kennt því íslenskuna því við tölum hana og skiljum vonandi þokklega ennþá ekki satt? Liggur svona mikið á? Er ekki hægt að hafa íslenskukennslu sem hluta af starfsþjálfun? Er hraðinn kannski það mikill að það er enginn starfsþjálfun? Spyr sá sem ekki veit. Auðvitað verður eyjan okkar aldrei þannig að þeir sem á henni búa tali allir íslensku en þetta er orðin regla frekar en undantekning að maður þurfi að hlusta á „english please“. Það versta við þetta er að það er nánast engin umræða um þessi mál og því mætti halda að okkur íslendingum sé nákvæmlega sama um það hvaða mál við tölum í okkar heimalandi. Höldum áfram að leyfa fólki að vinna hérna sem treystir sér til þess og vil, en við erum fólkið sem búum hérna. Höfundur er tölfræðingur og framhaldsskólakennari.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun