Portúgal kom til baka og náði í stig gegn Sviss Atli Arason skrifar 9. júlí 2022 18:15 Jéssica Silva mun leiða sóknarlínu Portúgals. EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN Portúgal og Sviss gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik C-riðils á EM í Englandi. Svisslendingar voru tveimur mörkum yfir eftir fimm mínútna leik. Cuoma Sow skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Sviss með hörkuskoti rétt fyrir utan vítateig Portúgals. Markið kom strax á annari mínútu. Það tók ekki langan tíma - fyrsta markið er komið og það var Cuoma Sow leikmaður Sviss sem það gerði - Staða þá 0-1. pic.twitter.com/ujXuin59BJ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Aðeins tæpum þremur mínútum síðar var Rahel Kiwic búinn að tvöfalda forskot Sviss eftir magnaða sendingu Ramona Bachmann úr aukaspyrnu á miðjum velli. Teixeira Pereira í marki Portúgals vissi ekki hvort hún ætti að koma eða fara til að grípa sendingu Bachmann og varð fyrir rest ekki nægilega vel staðsett þegar Kiwic stangar boltann í netið með höfðinu. Það er bara svona - Sviss hefur skorað aftur og það eru varla 4 mín búnar af þessum leik. Núna var það Rahel Kiwic sem það gerði. pic.twitter.com/jCgO2E0KHN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Diana Gomes minnkaði muninn með miklu harðfylgi inn í vítateig Sviss eftir hornspyrnu Portúgals frá vinstri á 58. mínútu. Gomes nær frákasti í tvígang og nær að skófla boltanum yfir línuna til að gera síðasta hálftímann spennandi. Portúgal jafnar svo metin á 65. mínútu þegar Silva kemur boltanum í netið eftir fallega fyrirgjöf Tatiana Pinto af hægri vængnum og þar við sat. Lokatölur 2-2. Liðin tvö eru því jöfn í efstu tveimur sætum C-riðils, bæði með eitt stig eftir fyrstu umferðina. Svíþjóð og Holland mætast í hinni viðureign riðilsins seinna í dag. Það er komið mark og núna er það Portúgal sem er að jafna leikinn í 2-2 - það var Jessica Silva sem skorar annað mark Portúgala, fyrsta mark liðsins skoraði Diana Gomes. pic.twitter.com/ni4e7yX1fE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi
Portúgal og Sviss gerðu 2-2 jafntefli í fyrsta leik C-riðils á EM í Englandi. Svisslendingar voru tveimur mörkum yfir eftir fimm mínútna leik. Cuoma Sow skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Sviss með hörkuskoti rétt fyrir utan vítateig Portúgals. Markið kom strax á annari mínútu. Það tók ekki langan tíma - fyrsta markið er komið og það var Cuoma Sow leikmaður Sviss sem það gerði - Staða þá 0-1. pic.twitter.com/ujXuin59BJ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Aðeins tæpum þremur mínútum síðar var Rahel Kiwic búinn að tvöfalda forskot Sviss eftir magnaða sendingu Ramona Bachmann úr aukaspyrnu á miðjum velli. Teixeira Pereira í marki Portúgals vissi ekki hvort hún ætti að koma eða fara til að grípa sendingu Bachmann og varð fyrir rest ekki nægilega vel staðsett þegar Kiwic stangar boltann í netið með höfðinu. Það er bara svona - Sviss hefur skorað aftur og það eru varla 4 mín búnar af þessum leik. Núna var það Rahel Kiwic sem það gerði. pic.twitter.com/jCgO2E0KHN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022 Diana Gomes minnkaði muninn með miklu harðfylgi inn í vítateig Sviss eftir hornspyrnu Portúgals frá vinstri á 58. mínútu. Gomes nær frákasti í tvígang og nær að skófla boltanum yfir línuna til að gera síðasta hálftímann spennandi. Portúgal jafnar svo metin á 65. mínútu þegar Silva kemur boltanum í netið eftir fallega fyrirgjöf Tatiana Pinto af hægri vængnum og þar við sat. Lokatölur 2-2. Liðin tvö eru því jöfn í efstu tveimur sætum C-riðils, bæði með eitt stig eftir fyrstu umferðina. Svíþjóð og Holland mætast í hinni viðureign riðilsins seinna í dag. Það er komið mark og núna er það Portúgal sem er að jafna leikinn í 2-2 - það var Jessica Silva sem skorar annað mark Portúgala, fyrsta mark liðsins skoraði Diana Gomes. pic.twitter.com/ni4e7yX1fE— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 9, 2022
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti