Leggur til að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:29 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vísir/Egill Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda. Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira