Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Milos Milojevic og Arnar Gunnlaugsson mætast í Víkinni næstkomandi þriðjudag. Vísir/Bára/Getty Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri. „Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin. Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
„Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin.
Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira