Rússar halda uppi stöðugum árásum á íbúðahverfi Heimir Már Pétursson skrifar 7. júlí 2022 19:21 Þessi kona er ein af mörgum sem særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag. Hún veit greinilega ekki af því að Putin og hersveitir hans ráðast ekki á almenna borgara. AP/Nariman El-Mofty Rússar halda uppi stöðugum árásum á borgir og bæi í Donetsk héraði í austurhluta Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir landsins sækja fram í suðurhlutanum og langþráð þungavopn frá Vesturlöndum hafi náð að valda miklu tjóni hjá rússneska innrásarliðinu. Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Grafík/Kristján Undanfarna viku hafa Rússar beitt öllum sínum hernaðarmætti til að ná yfirráðum yfir þeim helmingi Donestsk héraðs sem Úkraínumenn ráða enn yfir. Þeir halda jafnframt uppi stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásum á borgir og bæi víða annars staðar í Úkraínu. Fjölbýlis hús í rústum eftir árás Rússa á íbúðabyggð í borginni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Rússar leggja mikla áherslu á að ná borgunum Slovyansk og Kramatorsk í norðurhluta Donetsk á sitt vald en stjórnsýsla héraðsins hefur verið í Kramatorsk frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og skæruhernaður stuðningsmanna Rússa hófst í héraðinu árið 2014. Einn maður féll og fjöldi fólks særðist þegar Rússar skutu eldflaug á íbúðahverfi í Kramatorsk í morgun. Miklar skemmdir urðu á húsum í nágrenninu og stór gígur myndaðist í bakgarði við fjölbýlishús. Youri sat heima í íbúð sinni með eiginkonunni þegar eldflauginn sprakk. „Þetta var svo stór sprenging að við konan mín, sem sátum inni, fundum hvernig allt þeyttist upp í loftið. Hún kastaði sér á gólfið og byrjaði að skríða. Við heyrðum ekki neitt fljúga yfir. Ég veit ekki hvort þetta sprakk af sjálfu sér en sprengingin var svo öflug að allar gluggarúðurnar brotnuðu,“ segir Yuri. Nafni forsetans á sjötugsaldri, Volodymyr, neitar að yfirgefa íbúð sína þótt hún sé varla íbúðarhæf eftir árásina. Hinn 66 ára gamli Volodymyr alblóðugur í stórskemmdri íbúð sinni eftir eldflaugaárás Rússa á íbúðahverfi í Kramatorsk í dag.AP/Nariman El-Mofty „Ég sat bara og drakk te og þá varð þessi sprenging. Þið sjáið afleiðingarnar,“ sagði Volodymyr alblóðugur og í áfalli í íbúð sinni í dag. Hin níutíu og eins árs gamla Iraida Vorobiova er meðal margra sem flúið hafa Sloviansk og fóru með lest til Dnipro sem enn er á valdi Úkraínumanna. Iraida Vorobiova var 14 ára þegar seinni heimsstyrjöldinni lauk og man allar þær hörmungar sem henni fylgdu fyrir íbúa Úkraínu. Nú er hún 91 árs á flótta undan innrás Rússa.AP „Ástandið í Sloviansk er mjög slæmt. Það er ekkert vatn, ekkert gas. Það er ekki einu sinni hægt að sækja vatn í brúsum, það virðist hvergi vera hægt að fá vatn. Og við getum ekki farið út vegna stöðugra sprengjuárása,“ sagði Vorobiova í lestinni á leið til Dnipro. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu heitir því að rússneskar hersveitir verði ekki í Úkraínu til langframa og yfirburðir stórskotaliðssveita þeirra vari ekki að eilífu nú þegar vestræn þungavopn hafi loks borist Úkraínumönnum.AP/Ludovic Marin Volodymyr Zelsnskyy Úkraínuforseti segir að þungavopn sem loks hafi borist frá Vesturlöndum hafi valdið Rússum miklu skaða og hjálpað úkraínuher til sóknar í suðurhluta landsins. „Innrásarliðið ætti hvorki að halda að það verði í landinu til langframa né að yfirburðir stórskotaliðs þess vari að eilífu,“ sagði Zelenskyy í ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02 Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03 Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Vestræn þungavopn loks farin að draga úr mætti Rússa Forseti Úkraínu segir að langþráð þungavopn frá Vesturlöndum séu loksins farin að skila árangri í baráttunni við rússneska innrásarliðið. Úkraínskar hersveitir sæki fram gegn Rússum í suðurhluta landsins. Hörðustu bardagarnir fari þó fram í austurhlutanum þessa dagana. 7. júlí 2022 14:02
Hafa náð að standa af sér árásirnar hingað til Úkraínski herinn hefur náð að standa af sér árásir Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa skotið á borgina í um það bil tvær vikur segir Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk. 7. júlí 2022 08:03
Rússar byrjaðir að innlima hluta Úkraínu í Rússland Rússar beita öllum hernaðarmætti sínum þessa dagana til að ná Donetsk héraði á sitt vald og hefur héraðsstjórinn þar skorað á íbúa að flýja til vesturs. Evrópusambandið býst við að Rússar skrúfi brátt alfarið fyrir gas til aðildarríkjanna. 6. júlí 2022 19:21
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent