Með á öllum EM-mótum Íslands en bíður enn þolinmóð eftir fyrstu mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 13:00 Sandra Sigurðardóttir hefur verið varamarkvörður á síðustu þremur Evrópumótum íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir er nú mætt á sitt fjórða stórmót og er þar í hópi þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Sif Atladóttur. Munurinn á þeim og Söndru er að Sandra hefur ekki enn fengið að spila einn einasta leik á EM. Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira
Sandra var þriðji markvörður í fyrstu tveimur keppnunum, á eftir þeim Þóru B. Helgadóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur og var síðan varamarkvörður Guðbjargar á síðasta Evrópumóti. Sandra hitti íslenska fjölmiðlamenn á æfingasvæði landsliðsins í Crewe í gær. „Loksins erum við komnar til Englands segi ég bara. Við erum búnar að bíða lengi,“ sagði Sandra Sigurðardóttir og hún er eins og fleiri ánægð með síðustu vikurnar í undirbúningi liðsins. „Það gekk mjög vel hjá okkur út í Þýskalandi, aðstæður voru frábærar og við fengum góðan tíma til að æfa vel og vera saman. Þetta var bara flott. Það var ekkert vesen í ferðalaginu heldur sem bara skotgekk,“ sagði Sandra. „Undirbúningurinn er búinn að vera góður og ég get ekkert sett út á það. Við erum búnar að ná mörgum dögum saman og æfa vel,“ sagði Sandra en aðspurð um að bera undirbúninginn núna saman við þegar þær fóru síðast á EM þá var ljóst að einbeitingin er á verkefnið í ár en ekki það fyrir fimm árum. „Ég man ekki alveg hvernig þetta var síðast, enda þetta fljótt að gleymast en ég mjög sátt við undirbúninginn núna,“ sagði Sandra. Nú finnst mörgum vera kominn tími á að Sandra fái langþráðar mínútur á Evrópumótinu. Þær gætu vissulega komið í fyrsta leik á móti Belgíu. „Ég er búin að fara á öll þessi mót og það er alls konar reynsla sem felst í því. Vonandi loksins fæ ég núna að spila,“ sagði Sandra en veit hún eitthvað um hvort hún fá sinn fyrsta EM leik á móti Belgum? „Nei, nei ekkert meira en aðrir en ég er klár í allt,“ sagði Sandra. Hún var í hópnum á EM 2009 í Finnlandi, á EM í Svíþjóð 2013 og á EM í Hollandi 2017. Sandra var auðvitað búin að vonast eftir því að fá þennan leik miklu fyrr. „Þetta hefur verið mikil þolinmæði og ég er búin að bíða lengi eftir þessu,“ sagði Sandra. „Ég er búin að vera í boltanum í öll þessi mörg ár og á helling reynslu að baki. Vonandi get ég bara nýtt það,“ sagði Sandra sem lék sína fyrstu leiki í efstu deild á Íslandi áður en yngstu leikmenn landsliðshópsins fæddust. „Það er alveg hárrétt hjá þér,“ sagði Sandra hlæjandi. Íslenska liðið byrjar á móti Belgíu á sunnudaginn kemur. „Það er verðugur andstæðingur en þær eru flottar og vaxandi þjóð. Við erum ekki búnar að skoða þær neitt en förum bara að undirbúa okkur núna á næstum tveimur dögum. Það er spennandi en verður erfitt verkefni. Það skiptir miklu að byrja vel og við ætlum okkur þrjú stig. Vonandi tekst það,“ sagði Sandra. „Núna er bara að nýta þessa síðustu daga vel. Undirbúa okkur vel, skoða andstæðinganna og reyna að stilla spennustigið rétt,“ sagði Sandra.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Sjá meira