Gunnhildur: Vissum alveg að hún myndi taka bandið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2022 12:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er leiðtogi íslenska landsliðinu hvort sem hún er með fyrirliðabandið eða ekki. Hún fer fyrir liðinu í baráttu, fórnfýsi og ósérhlífni. Vísir/Vilhelm Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir missti fyrirliðabandið fyrir síðasta leik íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Englandi. Hún segir það ekki breyta sér neitt sem leikmaður hvort hún sé titlaður fyrirliði eða ekki. Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarlandsliðs í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Póllandi á dögunum. Athygli vakti að Sara var aftur kominn með fyrirliðabandið en Gunnhildur Yrsa hafði skilað því hlutverki með miklum glæsibrag á meðan Sara var í barneignarfríi. Gunnhildur var ekkert að svekkja sig yfir því að missa bandið svo skömmu fyrir stórmót. „Ég vissi það að Sara Björk er búin að vera fyrirliði í þessu liði síðan að ég man eftir mér. Við vissum það því alveg þegar hún kæmi til baka þá myndi hún taka bandið til baka,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag. Gunnhildur talar vel um Söru Björk en þær byrjuðu saman á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur út í Póllandi. Það er erfitt að finna reyndari miðju en þegar þessar þrjár mæta til leiks. „Hún er frábær leiðtogi og búin að gera þetta vel. Hún hefur alltaf verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Það sem er á hreinu að það eru margir leiðtogar í íslenska liðinu og enginn þeirra mun spila eitthvað öðruvísi hvort þær eru með bandið eða ekki. „Ég er ekkert að fara breytast. Ég mun alltaf vera sami leikmaður hvort sem ég er með bandið eða ekki. Eins og ég hef alltaf sagt í þessum viðtölum þá er þessi hópur geggjaður og það gæti hver sem er verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Hún hrósar liðsfélögum sínum líka eins og sannur leiðtogi. „Þær eru allar geggjaðar og tilbúnar að stíga upp. Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu og það er síðan frábært að eiga leikmann eins og Söru sem gengur út með liðið. Hún er heimsklassa leikmaður,“ sagði Gunnhildur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarlandsliðs í eitt og hálft ár þegar Ísland mætti Póllandi á dögunum. Athygli vakti að Sara var aftur kominn með fyrirliðabandið en Gunnhildur Yrsa hafði skilað því hlutverki með miklum glæsibrag á meðan Sara var í barneignarfríi. Gunnhildur var ekkert að svekkja sig yfir því að missa bandið svo skömmu fyrir stórmót. „Ég vissi það að Sara Björk er búin að vera fyrirliði í þessu liði síðan að ég man eftir mér. Við vissum það því alveg þegar hún kæmi til baka þá myndi hún taka bandið til baka,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins í Crewe í dag. Gunnhildur talar vel um Söru Björk en þær byrjuðu saman á miðjunni með Dagnýju Brynjarsdóttur út í Póllandi. Það er erfitt að finna reyndari miðju en þegar þessar þrjár mæta til leiks. „Hún er frábær leiðtogi og búin að gera þetta vel. Hún hefur alltaf verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Það sem er á hreinu að það eru margir leiðtogar í íslenska liðinu og enginn þeirra mun spila eitthvað öðruvísi hvort þær eru með bandið eða ekki. „Ég er ekkert að fara breytast. Ég mun alltaf vera sami leikmaður hvort sem ég er með bandið eða ekki. Eins og ég hef alltaf sagt í þessum viðtölum þá er þessi hópur geggjaður og það gæti hver sem er verið leiðtogi í þessu liði,“ sagði Gunnhildur. Hún hrósar liðsfélögum sínum líka eins og sannur leiðtogi. „Þær eru allar geggjaðar og tilbúnar að stíga upp. Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu og það er síðan frábært að eiga leikmann eins og Söru sem gengur út með liðið. Hún er heimsklassa leikmaður,“ sagði Gunnhildur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Sjá meira