Umfjöllun: Pogon Szczecin-KR 4-1 | Afar kaflaskipt frammistaða hjá KR í Póllandi Jón Már Ferro skrifar 7. júlí 2022 17:48 Beitir Ólafsson, Pálmi Rafn Pálmason og Grétar Snær Gunnarsson. Vísir/Vilhelm Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0. Gangi leiksins er ágætlega lýst með markaskorun leiksins. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn varð örlítið jafnari í þeim seinni. KR-ingar áttu erfitt með að verjast góðum sóknum heimamanna sem sýndu hvers vegna þeir enduðu í þriðja sæti á síðasta tímabili í Ekstraklasen. Fyrsta mark Pogon kom eftir skemmtilegt samspil upp vinstri kantinn. Spilið gekk manna á milli upp að endamörkum, boltinn var svo lagður út í teiginn þar sem Kamil Drygas lagði boltann framhjá Beiti í markinu. Annað mark leiksins kom á 16.mínútu eftir frábæra sendingu yfir vörn KR þar sem Luka Zahovic kom boltanum yfir línuna eftir að Beitir hafði varið frá Sebastian Kowalczyk. Tvö núll varð svo 3-0 seint í fyrri hálfleik þegar Jakub Bartkowski skallaði boltann framhjá Beiti í markinu. Þegar seinni hálfleikur var flautaður á virtust KR-ingar mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Pressu á boltamann, varnarfærslum og voru betri með boltann loksins þegar þeir fengu hann. Það voru þó heimamenn sem skoruðu fjórða mark leiksins. Þar var að verki Kamil Drygas með sitt annað mark. Markið kom eftir hornspyrnu. Drygas stökk hæst í teignum og stangaði boltann neðst í vinstra hornið. Öll vinnan sem Vesturbæingar lögðu í leikinn skilaði sér í marki Arons Kristófers sem þrumaði boltanum með vinstri fæti í mark Pólverjanna. Fleiri urðu mörkin ekki. KR-ingar mega vera stoltir af seinni hálfleik en svekktir með þann fyrri. Af hverju vann Pogon Szczecin? Stuttu eftir að flautað var til leiks var ljóst að Pogon eru með sterkara lið en KR. Þeir héldu mikilli pressu á KR-ingum lengst af í fyrri hálfeik og voru sanngjart 3-0 yfir í hálfleik. Það reyndist KR of mikið sem náði þó að skora eitt mark. Hverjir stóðu upp úr? Kamil Grosicki var mjög mikið í boltanum og gerði mikið sóknarlega fyrir heimamenn. Sama má segja um Sebastian Kowalczyk. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að verjast Pogon í fyrri hálfleik og komust heimamenn tekk í trekk inn á teig KR með góðu spili. Vesturbæingar þurftu oft að bjarga á síðustu stundu inni í eigin teig. x Hvað gerist næst? Pogon mætir á Meistaravelli þann 14.júlí í seinni leik liðanna. KR þarf á kraftaverki að halda ætli þeir sér í næstu umferð. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR
Pogon Szczecin vann KR 4-1 í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla Póllandi í dag eftir að þeir pólsku leiddu í hálfleik 3-0. Gangi leiksins er ágætlega lýst með markaskorun leiksins. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn varð örlítið jafnari í þeim seinni. KR-ingar áttu erfitt með að verjast góðum sóknum heimamanna sem sýndu hvers vegna þeir enduðu í þriðja sæti á síðasta tímabili í Ekstraklasen. Fyrsta mark Pogon kom eftir skemmtilegt samspil upp vinstri kantinn. Spilið gekk manna á milli upp að endamörkum, boltinn var svo lagður út í teiginn þar sem Kamil Drygas lagði boltann framhjá Beiti í markinu. Annað mark leiksins kom á 16.mínútu eftir frábæra sendingu yfir vörn KR þar sem Luka Zahovic kom boltanum yfir línuna eftir að Beitir hafði varið frá Sebastian Kowalczyk. Tvö núll varð svo 3-0 seint í fyrri hálfleik þegar Jakub Bartkowski skallaði boltann framhjá Beiti í markinu. Þegar seinni hálfleikur var flautaður á virtust KR-ingar mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Pressu á boltamann, varnarfærslum og voru betri með boltann loksins þegar þeir fengu hann. Það voru þó heimamenn sem skoruðu fjórða mark leiksins. Þar var að verki Kamil Drygas með sitt annað mark. Markið kom eftir hornspyrnu. Drygas stökk hæst í teignum og stangaði boltann neðst í vinstra hornið. Öll vinnan sem Vesturbæingar lögðu í leikinn skilaði sér í marki Arons Kristófers sem þrumaði boltanum með vinstri fæti í mark Pólverjanna. Fleiri urðu mörkin ekki. KR-ingar mega vera stoltir af seinni hálfleik en svekktir með þann fyrri. Af hverju vann Pogon Szczecin? Stuttu eftir að flautað var til leiks var ljóst að Pogon eru með sterkara lið en KR. Þeir héldu mikilli pressu á KR-ingum lengst af í fyrri hálfeik og voru sanngjart 3-0 yfir í hálfleik. Það reyndist KR of mikið sem náði þó að skora eitt mark. Hverjir stóðu upp úr? Kamil Grosicki var mjög mikið í boltanum og gerði mikið sóknarlega fyrir heimamenn. Sama má segja um Sebastian Kowalczyk. Hvað gekk illa? KR-ingum gekk illa að verjast Pogon í fyrri hálfleik og komust heimamenn tekk í trekk inn á teig KR með góðu spili. Vesturbæingar þurftu oft að bjarga á síðustu stundu inni í eigin teig. x Hvað gerist næst? Pogon mætir á Meistaravelli þann 14.júlí í seinni leik liðanna. KR þarf á kraftaverki að halda ætli þeir sér í næstu umferð.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti