Flautað verður til leiks á EM kvenna í knattspyrnu klukkan 19:00 í kvöld þegar gestgjafar Englendinga taka á móti Austurríki á Old Trafford í Manchester. Fyrsti leikur íslenska liðsins er svo gegn Belgíu næstkomandi sunnudag.
Vegna framleiðsluerfiðleika erlendis hefur gengið hægt og illa að fá treyju íslenska landsliðsins í verslanir hér á landi, en hún er nú loksins mætt á svæðið. Í tilkynningu frá KSÍ á Twitter-síðu sambandsins kemur fram að hægt sé að nálgast treyjuna í Jóa Útherja og að á næstu dögum verði hún einnig fáanleg í Útilíf, Sport24 og á fyririsland.is.
Loksins er hægt að segja frá því að nýja landsliðstreyjan sé komin til landsins. Treyjan er nú þegar fáanleg í Jóa Útherja og er væntanleg í Útilíf, Sport 24 og https://t.co/QljFuGYVne á næstu dögum. Því miður hafa verið tafir á þessu vegna framleiðsluerfiðleika erlendis. pic.twitter.com/YQExI3kFXE
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 6, 2022