Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 23:31 Vísindamennirnir sigla inn í höfnina á Hjalteyri eftir rannsóknarköfun niður að hverastrýtunum. strýtan.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33