Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 23:31 Vísindamennirnir sigla inn í höfnina á Hjalteyri eftir rannsóknarköfun niður að hverastrýtunum. strýtan.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33