„Við verðum að gera betur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júlí 2022 20:01 Loftslagsráð og Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna stjórnvöld fyrir óskýr markmið í loftslagsmálum á sama tíma og losun gróðurhúsalofttegunda eykst gríðarlega hratt eftir heimsfaraldur. Ráðherra tekur undir þetta og vill gera betur. Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eftir mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu í faraldrinum er hún á hraðri uppleið aftur. Samkvæmt nýrri Hagsjá Landsbankans jókst losun á Íslandi um rúm þrjú prósent í fyrra og um 6 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Við útreikningana er þó ekki miðað við alþjóðlega staðla eins og ríkið gerir og niðurstöðurnar mun grófari. Hér er til dæmis losun vegna rekstrar íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum tekin með í reikninginn. „Hún hefði þurft að vera sex prósent niður en ekki þrjú prósent upp. Og þetta sýnir ef til vill hvað það skortir á festu og framfylgni af hálfu stjórnvalda til að draga úr losun. Og þau eru ekki alveg búin að setja það fyrir sig hvað þau ætla að gera og hvernig þau ætla að gera það,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hvað eiga stjórnvöld að gera? „Sennilega er mikilvirkast að draga úr losun í vegasamgöngu, það er að segja frá bílum. Það þarf að skipta hraðar yfir í raforku, leggja gömlum bílum sem brenna bensíni og olíu og hækka gjaldið sem að fólk fær greitt fyrir að leggja þeim,“ segir Árni. „Þau þurfa bara að gefa skýrari skilaboð um að þau ætli að draga úr losun. Það hefur skort á það.“ Árni segir 25 prósent aukningu hafa orðið í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum.vísir/sigurjón Breytingarnar farnar að segja til sín Fréttir af náttúruhamförum sem tengja má beint við hlýnun jarðar berast reglulega víðs vegar að úr heiminum. Það á til dæmis við um jökulskriðu sem varð í ítölsku Ölpunum í fyrradag þar sem sjö létust og 13 er enn saknað. Árni segir loftslagsbreytingar farnar að hafa bein áhrif á líf okkar. „Líka hér á landi. Það hefur verið 25 prósent aukning í atburðum sem gætu tengst loftslagsbreytingum í fyrra eða hitt í fyrra. Þannig að við erum með þetta líka. Við þurfum að aðlaga okkur að breyttum tímum,“ segir Árni. Verkefnið alls ekki fullskapað Loftslagsráð hefur kallað eftir því að stjórnvöld skýri það nánar hvernig þau hyggjast ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og láti beinar aðgerðir fylgja loforðum sínum. „Ég er bara sammála því að við þurfum að gera miklu betur. Auðvitað er tiltölulega stutt síðan við hófum þessa vegferð. En það breytir því ekki að verkefnið er stórt og þetta eru líka mjög metnaðarfull markmið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eru markmiðin ekki nógu skýr núna? „Í mínum huga er þetta bara þannig að þetta er í þróun og það var alveg vitað. Þegar þú ferð í verkefni sem þetta þá kemurðu ekki með það fullskapað. Það er alveg vitað. Og í mínum huga, og ég hef sagt það alls staðar, við verðum að gera betur og við þurfum að vera einbeitt í þessu. Við erum svo sannarlega að vinna að því hér, ekki bara í ráðuneytinu og ríkisstjórninni, heldur er ánægjulegt að sjá hvað er mikil vitundarvakning alls staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að skerpa á þessu enn frekar og við erum að leggja sérstaka áherslu á það, ekki bara að markmiðin séu skýrari og við náum árangri, heldur líka að þetta séu mælanleg markmið þannig að allir viti hvernig gengur. Þannig náum við árangri.“ En hvernig nær ríkisstjórnin að draga úr losun? Guðlaugur nefnir að mikilvægt sé að geta mælt losunina í hverjum geira fyrir sig til að fylgjast með árangrinum. Sú vinna sé þegar hafin með atvinnulífinu og sveitarfélögum. „Þetta er fíll. Og þú gleypir hann ekki í einum bita. Þú verður að skera hann niður og þú verður að vinna með öðrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira