Leikmönnunum var báðum vísað af velli með rauðu spjaldi í leikjum með liðum sínum í Bestu deildinni.
Guðmundur Andri slæmdi hendi í andlit Kristians Jajalo, markvarðar KA, og Kaj Leo stjakaði við Leiknismanninum Birgi Baldvinssyni.
Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon, varnarmenn ÍBV, Kennie Chopart, bakvörður KR-inga, Maciej Makuszewski úr Leikni, Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals og Víkingurinn Júlíus Magnússon eru svo komnir í eins leiks bann.