Innlent

Sóttu slasaðan skip­verja á þyrlunni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skipverja suðvestur af Reykjanesi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skipverja suðvestur af Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Skömmu fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aðstoðarbeiðni frá erlendu skipi sem var um 100 sjómílur suðvestur af Reykjanesi, vegna slasaðs skipverja.

Aðstoðar þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar var óskað svo koma mætti manninum undir læknishendur. Þyrlan var send af stað og kom að skipinu um 70 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.

„Sigmaður þyrlunnar seig um borð í skipið og mat ástand sjúklingsins og undirbjó fyrir hífingu. Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálfþrjú þaðan sem sjúklingurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild,“ segir í tilkynningu frá gæslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×