Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:03 Hér sést Elizabeth ásamt elstu systur sinni. Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira