Tólf meðlimir trúarhóps handteknir vegna dauða átta ára stúlku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 16:03 Hér sést Elizabeth ásamt elstu systur sinni. Tólf meðlimir trúarhóps í Ástralíu hafa verið handteknir í tengslum við andlát átta ára stúlku. Stúlkan, sem var sykursjúk, lést í janúar á þessu ári. Talið er að henni hafi verið neitað um insúlín í tæpa viku. Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Fyrr á þessu ári voru foreldrar stúlkunnar, sem hét Elizabeth Struhs, ákærðir fyrir morð, pyntingar og að hafa ekki séð stúlkunni fyrir nauðsynjum sem hún þurfti til þess að lifa af. Nú hefur lögreglan í Ástralíu handtekið tólf til viðbótar tengslum við andlátið. Hin handteknu eru á aldrinum 19 til 64 ára og eru talin hafa verið meðvituð um hrakandi ástand stúlkunnar, en ekkert aðhafst. Báðu fyrir bata Foreldrar Elizabeth, þau Jason og Kerrie Struhs, eru meðlimir í litlum trúarhópi í borginni Toowoomba, sunnan Brisbane, sem tengist ekki stærri kirkju eða trúarhópi. Hin handteknu tilheyra sama hópi. Lögregla segir fólkið hafa beðið fyrir Elizabeth þegar hún tók að veikjast, án þess að aðhafast nokkuð frekar. Yfirvöld voru þá ekki látin vita fyrr en daginn eftir að Elizabeth lést. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Jayde, elstu systur Elizabeth, að stórfjölskylda stúlkunnar sé í molum. „Við höfum þurft að horfast í augu við þann kalda veruleika að fólkið sem átti að vernda hana gerði það ekki, og að við munum mögulega aldrei vita nákvæmlega hvað átti sér stað.“ Foreldrar hennar, sem hún var ekki í sambandi við, hafi verið hluti af sértrúarsöfnuði sem var drifinn áfram af ótta og stjórnsemi. Þau tólf sem nú hafa verið handtekin verða leidd fyrir dómara á morgun, en foreldrar Elizabeth eiga að mæta fyrir dóm síðar í þessum mánuði.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira