Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum Árni Jóhansson skrifar 4. júlí 2022 21:31 Matthías Vilhjálmsson og Daníel Laxdal háðu hörkubaráttu en þurftu að deilda stigunum. Vísir/Bára Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af. Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14