Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 13:46 Mynd af vettvangi sýnir vopnaðan mann inni í Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. MAHDI AL WAZNI Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17