Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 22:33 Mynd úr Royal Arena eftir að tilkynnt var um að tónleikunum hafi verið aflýst. aðsend Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi. Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn greindi fyrst frá því á Twitter klukkan sex að staðartíma að tilkynning hefði borist um skotárásina. Nokkrir eru látnir og nokkrir særðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. Mikil örvænting Þær Saga Guðlaugsdóttir og Emma Guðrún Guðnadóttir voru staddar í Vanløse hverfinu í Kaupmannahöfn þegar fréttamaður náði tali af þeim. Þangað var þeim komið ásamt öðrum tónleikagestum í fylgd lögreglu. Þær voru inni í tónleikahöllinni þegar Saga fékk skilaboð um að skotárás hafi átt sér stað í verslunarmiðstöðinni við hliðina á tónleikahöllinni Royal Arena. „Það var ekkert símasamband inni í höllinni en svo fer ég á klósettið og fæ þá fullt af skilaboðum frá fólki sem hafði áhyggjur af okkur. Þá hleyp ég aftur inn og læt fólkið sem ég sat í kringum vita af þessu,“ segir Saga. Fréttirnar af skotárásinni hafi dreift sér hratt um höllina og örvænting fylgt í kjölfarið. Tónleikagestir á leið á tónleikana.Aðsend/Saga Guðlaugsdóttir „Það sátu bara allir í panikki og loks kom maður á svið sem sagði að það væri búið að aflýsa tónleikunum. Svo var róleg tónlist sett á sem átti að gera þetta eitthvað betra en gerði allt bara verra.“ „Öllum var svo skyndilega hent út, mikil örvænting greip um sig og mörg hágrátandi börn. Lögreglan aflýsti tónleikum Harry af öryggisástæðum og fylgdi fólki í kjölfarið að lest sem ferjaði tónleikagesti til Vanløse hverfisins. „Nú sitjum við bara á einhverjum bekk, við vitum ekkert hvar við erum. Það er búið að loka öllu, lögregluborðar út um allt og lögreglan bendir bara í einhverja átt. Við ætlum að reyna að koma okkur núna í einhverja íbúð rétt fyrir utan Köben ef við finnum taxa sem vill skutla okkur þangað, ef taxarnir þora að fara inn í Köben.“ Þau séu enn að melta það sem átti sér stað. Harry Styles sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segist niðurbrotinn vegna árásarinnar. I’m heartbroken along with the people of Copenhagen. I adore this city. The people are so warm and full of love. I’m devastated for the victims, their families, and everyone hurting. I’m sorry we couldn’t be together. Please look after each other. H— Harry Styles. (@Harry_Styles) July 3, 2022 Fylgst er með nýjustu tíðindum í Vaktinni hér á Vísi.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira