Að sögn embættismanna á staðnum eru að minnsta kosti sex látnir eftir árás Rússa á borgina Slóvíansk í dag. Þeirra á meðal er eitt barn.
Tetiana Ihnatsjenkó, talskona stjórnsýslu Donetsk-héraðs, segir fimmtán hafa særst í árásinni.
Vadym Lyakh, borgarstjóri Slóvíansk, sagði á Telegram að árásin væri sú versta sem borgin hefði þurft að þola nýlega og það hafi kviknað næstum fimmtán eldar í kjölfar hennar.
Ukrainian journalists publish video from Slovyansk
— NEXTA (@nexta_tv) July 3, 2022
According to journalists, right now firefighters are working in one of the local markets, which caught fire as a result of shelling.
Earlier, local media reported about the heavy shelling of #Slovyansk. pic.twitter.com/yRKwPc4rKa
„Fólk getur skráð sig á lista, farið með rútu og komist til Pokrovsk, þaðan fer lest sem kemur fólki til Dnipro eða enn lengra til Lviv,“ sagði Ignatsjenkó um möguleika fólks til að komast burt.
Rússar skutu einnig þremur eldflaugum á borgina Kramatorsk með þeim afleiðingum að hótel eyðilagðist og vegur í íbúðahverfi fór í sundur.