Þessi 31 árs dómari verður hluti af dómarateymi deildarinnar á næsta tímabili sem hefst í ágúst.
Ferrieri Caputi varð á seinasta tímabili fyrsta konan til að dæma leik hjá ítölsku úrvalsdeildarliði þegar Cagliari mætti Cittadella í ítölsku bikarkeppninni, Coppa Italia.
„Þetta er falleg stund,“ sagði forseti ítölsku dómaradeildarinnar, Alfredo Trentalange. „Það er líka sorglegt að hugsa til þess að við séum svona hissa á því þegar kona kemur inn á völlinn.“
„Auðvitað eru það fréttir að Marie Sole verði fyrsta konan til að dæma í Serie A, og það er söguleg stund, en stöðuhækkunina fær hún af því að hún er búin að vinna fyrir henni.“
Ferrieri Caputi hefur mundað flautuna frá árinu 2007, en árið 2015 dæmdi hún í fyrsta skipti í fjórðu deild ítalska boltans, Serie D. Síðan þá hefur hún unnið sig hratt upp metorðastigan sem dómari í ítalska boltans.