Fólk gleymi þreytunni í gleðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2022 11:57 45 lið eru skráð til leiks á Pollamótinu í ár. Pollamótið Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni. Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“ Akureyri Fótbolti Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“
Akureyri Fótbolti Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira