Það er ljóst að Malmö mætir sært til leiks er liðið fær Víking í heimsókn á þriðjudaginn kemur. Lærisveinar Miloš Milojević máttu þola leiðinlegt tap eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks er liðið heimsótti Sundsvall í dag.
Sjáumst á þriðjudaginn!
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 1, 2022
5. júlí kl. 16.40
@milosm18 pic.twitter.com/8tggZIJWbA
Milojević, sem þjálfaði bæði Víking og Breiðablik hér á landi áður en hann hélt á vit ævintýranna, tók við Malmö fyrir yfirstandandi tímabil. Liðið hefur farið ágætlega af stað en betur má ef duga skal.
Eftir 13 leiki er liðið í 5. sæti með 21 stig, aðeins þremur minna en toppliðin tvö en þau eiga leik eða leiki til góða á lærisveina Milosar. Það sem verra er að aðeins var um þriðja sigur Sundsvall að ræða í þremur leikjum.
GIF Sundsvall besegrar Malmö FF med 2-1! pic.twitter.com/rABjrXmyFh
— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 1, 2022
Það má því færa rök fyrir því að Víkingur eigi ágætis möguleika á þriðjudaginn kemur.