Þeir Hörður Ingi Gunnarsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jónatan Ingi Jónsson hófu allir leikinn. Hörður Ingi nældi sér í gult spjald en staðan var markalaus í hálfleik. Valdimar Þór var tekinn af velli í hálfleik en það kom ekki að sök, gestirnir frá Sogndal skoruðu fyrsta markið á 64. mínútu leiksins.
Heimamenn jöfnuðu átta mínútum síðar og var staðan 1-1 er venjulegum leiktíma lauk. Þannig var staðan einnig eftir framlengingu og því þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið myndi fara áfram.
Þar hafði Sogndal betur 5-4 en báðir Íslendingarnir sem eftir voru á vellinum tóku víti. Jónatan Ingi skoraði en Hörður Ingi brenndi af, það kom þó ekki að sök og Sogndal komið áfram í norsku bikarkeppninni.