Sér ekkert athugavert við smá ensku í ráðuneytinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2022 21:00 Áslaug Arna segir starfið ekki krefjast íslenskukunnáttu að mati ráðuneytisins. Það sé tölfræðistarf og starfsmaðurinn verði fyrst og fremst að vinna með tölur. vísir/bjarni Nýsköpunarráðherra hefur auglýst starf til umsóknar þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu sem íslensk málnefnd segir stangast á við lög. Ráðherra vísar því á bug. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt ráðuneyti gerir ekki kröfu um að starfsmaður sinn sé íslenskumælandi. „Já, mér skilst það. Þetta fékk góða athygli og okkur fanst þetta starf þess eðlis að það væri ekki þörf á slíku,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfið er nefnilega starf tölfræðings, eða öllu heldur „talnaspekings“ eins og segir í auglýsingu ráðuneytisins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, benti á það á Facebook í gær að lög um stöðu íslenskrar tungu kveði skýrt á um að íslenska sé hið opinbera mál stjórnvalda og skuli notað hjá þeim. Starfsauglýsingin brjóti gegn þessum lögum. Vinna við tölur - ekki tungumál Ráðherrann vísar því á bug. Hér sé auglýst eftir tölfræðingi sem þurfi aðeins að vinna með tölur - hann starfi ekki í textagerð fyrir ráðuneytið. „Ég tek auðvitað undir mikilvægi íslenskrar tungu en hér er ég að leita að ákveðinni sérhæfingu sem krefst ekki íslenskukunnáttu. Það sem hann [Eiríkur] kannski misskilur við auglýsinguna er að aðilinn er hvorki að vinna með ritað mál eða í sambandi við almenning heldur er hann í tölfræði,“ segir Áslaug Arna. Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ segir hún. Sér ekki að hægt sé að vinna starfið án þess að kunna íslensku Íslensk málnefnd segir lögin þó skýr og það sé hlutverk stjórnvalda að hlúa að íslenskunni. „Við höfum alltaf borið gæfu til þess að vinna í þágu íslenskrar tungu. Í þágu eflingu hennar og varðveislu. Og þetta er svona alveg ný hugsun að þoka henni til hliðar fyrir starf á ensku. Þannig að ég veit ekki alveg hvort við séum einfaldlega tilbúin undir þetta skref sem er þarna stigið með þessari auglýsingu,“ segir Eva María Jónsdóttir, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Lögin séu skýr en þar segir: „Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.“ Eva María er varaformaður Íslenskrar málnefndar.vísir/bjarni Eva segir að þó viðkomandi starfsmaður í ráðuneytinu muni ekki starfa við að miðla upplýsingum til almennings eða mikið með texta sé mikilvægt að íslenska sé töluð í stjórnkerfinu. „Það er rosalega erfitt að sjá að það sé hægt að vinna þetta starf án þess að kunna góða íslensku vegna þess að þarna er um teymisvinnu að ræða. Og þá þarf náttúrulega að gera ráð fyrir því að allir í teyminu séu tilbúnir til þess að vinna á ensku,“ segir Eva María. Íslensk tunga hafi hopað fyrir enskunni á ýmsum sviðum síðustu ár. Eva segir brýnt að berjast fyrir því að viðhalda henni. „Okkur sem vinnum með íslenska tungu finnst það. En við viljum samt ekki stinga höfðinu í sandinn og segja að við viljum ekki heyra neina ensku, enskan er auðvitað sterkt tungumál. En við verðum að vera raunsæ og tala um þetta. Og við verðum líka að vita að þetta er í okkar höndum og hafa svolítinn eldmóð og baráttugleði fyrir hönd okkar örtungumáls, sem að er í raun og veru kraftaverk að sé til í dag,“ segir Eva María. Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt ráðuneyti gerir ekki kröfu um að starfsmaður sinn sé íslenskumælandi. „Já, mér skilst það. Þetta fékk góða athygli og okkur fanst þetta starf þess eðlis að það væri ekki þörf á slíku,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Starfið er nefnilega starf tölfræðings, eða öllu heldur „talnaspekings“ eins og segir í auglýsingu ráðuneytisins. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, benti á það á Facebook í gær að lög um stöðu íslenskrar tungu kveði skýrt á um að íslenska sé hið opinbera mál stjórnvalda og skuli notað hjá þeim. Starfsauglýsingin brjóti gegn þessum lögum. Vinna við tölur - ekki tungumál Ráðherrann vísar því á bug. Hér sé auglýst eftir tölfræðingi sem þurfi aðeins að vinna með tölur - hann starfi ekki í textagerð fyrir ráðuneytið. „Ég tek auðvitað undir mikilvægi íslenskrar tungu en hér er ég að leita að ákveðinni sérhæfingu sem krefst ekki íslenskukunnáttu. Það sem hann [Eiríkur] kannski misskilur við auglýsinguna er að aðilinn er hvorki að vinna með ritað mál eða í sambandi við almenning heldur er hann í tölfræði,“ segir Áslaug Arna. Á Íslandi séu yfir 50 þúsund erlendir ríkisborgarar. „Og ég skil ekki af hverju þau eiga ekki að hafa aðgengi að störfum hjá hinu opinbera,“ segir hún. Sér ekki að hægt sé að vinna starfið án þess að kunna íslensku Íslensk málnefnd segir lögin þó skýr og það sé hlutverk stjórnvalda að hlúa að íslenskunni. „Við höfum alltaf borið gæfu til þess að vinna í þágu íslenskrar tungu. Í þágu eflingu hennar og varðveislu. Og þetta er svona alveg ný hugsun að þoka henni til hliðar fyrir starf á ensku. Þannig að ég veit ekki alveg hvort við séum einfaldlega tilbúin undir þetta skref sem er þarna stigið með þessari auglýsingu,“ segir Eva María Jónsdóttir, varaformaður Íslenskrar málnefndar. Lögin séu skýr en þar segir: „Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.“ Eva María er varaformaður Íslenskrar málnefndar.vísir/bjarni Eva segir að þó viðkomandi starfsmaður í ráðuneytinu muni ekki starfa við að miðla upplýsingum til almennings eða mikið með texta sé mikilvægt að íslenska sé töluð í stjórnkerfinu. „Það er rosalega erfitt að sjá að það sé hægt að vinna þetta starf án þess að kunna góða íslensku vegna þess að þarna er um teymisvinnu að ræða. Og þá þarf náttúrulega að gera ráð fyrir því að allir í teyminu séu tilbúnir til þess að vinna á ensku,“ segir Eva María. Íslensk tunga hafi hopað fyrir enskunni á ýmsum sviðum síðustu ár. Eva segir brýnt að berjast fyrir því að viðhalda henni. „Okkur sem vinnum með íslenska tungu finnst það. En við viljum samt ekki stinga höfðinu í sandinn og segja að við viljum ekki heyra neina ensku, enskan er auðvitað sterkt tungumál. En við verðum að vera raunsæ og tala um þetta. Og við verðum líka að vita að þetta er í okkar höndum og hafa svolítinn eldmóð og baráttugleði fyrir hönd okkar örtungumáls, sem að er í raun og veru kraftaverk að sé til í dag,“ segir Eva María.
Íslenska á tækniöld Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira