Það vakti hörð viðbrögð í maí þegar ákveðið var að hefja brottvísanir hælisleitenda á ný eftir langt hlé vegna takmarkana á landamærum flestra landa vegna heimsfaraldurs Covid-19. Til stóð að vísa hátt í þrjú hundruð manns úr landi.
„Nú er byrjað að undirbúa fylgd stoðdeildar Ríkislögreglustjóra á fólki til Grikklands, þetta eru einstaklingar og sá undirbúningur er hafinn. Það má búast við því að fyrstu flutningar verði á næstu dögum og vikum.“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir í samtali við fréttastofu að ungur maður hafi haft samband við hana og látið vita að sér hefði verið gert að yfirgefa landið innan tveggja vikna.
„Ég hef ekki upplýsingar um fleiri mál en þetta segir okkur það að stjórnvöld, þau ætli ekkert að stoppa þau voru bara að bíða eftir að allir færu í frí og færu að hugsa um eitthvað annað og ætla svo bara að halda áfram.“