Landbúnaðarháskólanum falið að koma með tillögur um eflingu kornræktar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2022 08:08 Aukin kornrækt myndi stuðla að auknu fæðuöryggi á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur falið Landbúnaðarháskóla Íslands að vinna drög að aðgerðaáætlun til eflingar kornræktar. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins, þar sem segir að mikilvægi innlendrar kornræktar hafi aukist verulega í tengslum við fæðuöryggi þjóðarinnar. „Efling innlends kornmarkaðar er eitt stærsta viðfangsefni verkefnisins. Einnig verður skilgreind nauðsynleg uppbygging á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takt við það sem þekkist erlendis. Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu,“ segir í tilkynningu um málið. Vinnuhópurinn verður skipaður sérfræðingum á sviði landbúnaðar, kornræktar, verkfræði og viðskipta. Hann mun kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norðurlöndunum og skoða starfsemi innlendra samlaga í innlendum landbúnaðargreinum. „Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Hópurinn mun leggja til aðgerðir til að bregðast við árum þar sem uppskera á korni er rýr með það að markmiði að vernda bæði bændur og kaupendur og lágmarka fjárhagslegt tjón.“ Vinna hópsins hefst í ágúst næstkomandi og á að ljúka í mars 2023. Hópinn skipa Egill Gautason, Helgi E. Þorvaldsson, Hrannar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Efling innlends kornmarkaðar er eitt stærsta viðfangsefni verkefnisins. Einnig verður skilgreind nauðsynleg uppbygging á sviði kynbóta, bútækni og aðlögun stuðningskerfa í takt við það sem þekkist erlendis. Fýsileiki innlends kornsamlags verður kannaður og skilgreindar þarfir á lágmarksbirgðum kornvöru í landinu,“ segir í tilkynningu um málið. Vinnuhópurinn verður skipaður sérfræðingum á sviði landbúnaðar, kornræktar, verkfræði og viðskipta. Hann mun kynna sér starfsemi, kerfi og eignarhald kornsamlaga á Norðurlöndunum og skoða starfsemi innlendra samlaga í innlendum landbúnaðargreinum. „Staðsetning væntanlegs samlags auk þurrkstöðva og korngeymslna er mikilvæg og því verður lögð áhersla á að finna sem hentugasta staðsetningu. Þar spilar inn í nálægð við framleiðendur, markaði, nýtingu jarðvarma o.fl. Kannað verður hvernig og hvort sé hægt að nýta fyrirliggjandi innviði sem best í þessu samhengi, s.s. þurrkstöðvar og minni geymslur sem eru nú þegar í rekstri. Hópurinn mun leggja til aðgerðir til að bregðast við árum þar sem uppskera á korni er rýr með það að markmiði að vernda bæði bændur og kaupendur og lágmarka fjárhagslegt tjón.“ Vinna hópsins hefst í ágúst næstkomandi og á að ljúka í mars 2023. Hópinn skipa Egill Gautason, Helgi E. Þorvaldsson, Hrannar S. Hilmarsson og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira