Hingað til hafa úrslit úr innbyrðis leikjum efstu liðanna ráðið röð endi liðin jöfn en ekki lengur.
Verði tvö lið jöfn að stigum þá fer fram sérstakur úrslitaleikur um ítalska meistaratitilinn. Sá leikur verður þó ekki framlengdur heldur fer beint í vítakeppni endi hann með jafntefli.
If there s a first-place tie at the end of the Serie A season, the scudetto will now come down to a playoff, not a standings tiebreaker https://t.co/UeXqq291yC
— SI Soccer (@si_soccer) June 29, 2022
Félögin í Seríu A samþykktu þessa breytingu en það munaði litlu að efstu liðin enduðu jöfn á síðustu leiktíð.
AC Milan og Internazionale hefðu endað jöfn ef AC Milan hefði gert jafntefli í lokaumferðinni. AC Milan vann lokaleikinn og titilinn en hefði líka unnið á innbyrðis viðureignum hefðu liðin endað jöfn að stigum.
Aðeins einu sinni í sögunni hefur lið unnið ítalska meistaratitilinn í sérstökum auka úrslitaleik en það var árið 1964. Bologna vann þá 2-0 sigur á Inter en hefði innbyrðis leikir ráðið úrslitum þá hefði Inter orðið meistari.
Það fylgir sögunni að þessi regla gildir aðeins fyrir efstu liðin en ekki ef lið verða jöfn annars staðar í töflunni. Þar munu innbyrðis leikir liðanna áfram ráða röð liða sem enda jöfn að stigum.