Mennirnir þrír hafa kært Vítalíu og Arnar en Vítalía greindi sjálf frá því í mars að hún ætlaði að kæra þá þrjá fyrir kynferðisbrot. Engin kæra hefur þó borist lögreglunni þrátt fyrir að Vítalía hafi lagt fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota.
„Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyrirspurnum og spurningum hvað varðar kynferðisbrot þýddi „eitthvað“. Ég hef ekki mætt í skýrslutöku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt annað. Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur,“ segir í færslu Vítalíu á Twitter í kvöld.
Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyrirspurnum og spurningum hvað varðar kynferðisbrot þýddi eitthvað . Ég hef ekki mætt í skýrslutöku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt annað. Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur.
— Vítalía Lazareva (@LazarevaVitalia) June 29, 2022
Í yfirlýsingu sem Arnar Grant sendi á fréttastofu í dag vísar hann ásökunum Þórðar, Ara og Hreggviðar á bug. Sagði hann þá vera að reyna að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika sínum sem lykilvitni.
Kynferðisbrotin sem Vítalía hefur skrifað bréf til kærumóttöku kynferðisbrota um, eiga að hafa átt sér stað í sumarbústaðaferð sem hún fór í til að hitta Arnar sem var þá ástmaður hennar. Mennirnir þrír voru með Arnari í bústaðnum og samkvæmt Vítalíu brutu þeir á henni þar. Arnar hefur sagst munu bera vitni í málinu ef til þess kæmi að Vítalía myndi kæra.