Kepptu um sæti á heimsleikunum í CrossFit þremur vikum eftir brúðkaupið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 11:31 CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer kom giftingunni sinni fyrri í miðjum undirbúningu sínum fyrir undanúrslitamót heimsleikanna. Instagram/@caroline__spencer Þetta var merkilegt sumar fyrir bandaríska CrossFit fólkið Caroline Conners og Austin Spencer sem voru ekkert að hvíla sig á íþróttinni sinni þótt að þau hafi verið að láta pússa sig saman. Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust. CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Þau Caroline og Austin, sem hittust fyrir átta árum, létu brúðkaupið ekki stoppa sig heldur giftu sig í miðjum undirbúningi fyrir mótið þar sem þau voru að berjast fyrir sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Caroline komst á leikana en eiginmaður hann þarf að keppa á Last Chance Qualifier í þessari viku. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru í sömu stöðu kvennamegin en þar er keppt um síðustu tvö sætin á heimsleikana í haust. Þau Caroline og Austin giftu sig 21. maí síðastliðinn eða þremur vikum áður en þau flugu til Montreal til að taka þátt í fjórða og síðasta undanúrslitamóti Norður Ameriku. „Þetta var ekkert stressandi en við vissum alltaf að það yrði annasamir dagar. Við vorum tilbúin að takast á við hvern dag eins og hann kom,“ sagði Caroline í viðtali við Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Caroline Spencer (@caroline__spencer) Caroline tók þátt í sínum fyrstu heimsleikum í fyrra og þriðja sætið á undanúrslitamótinu tryggði henni farseðil á leikana. Austin varð eins og bæði Katrín Tanja og Sara að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu komust á leikana. Caroline hafði tryggt sig áfram á undan en þurfti síðan að horfa á síðustu greinina þar sem maður hennar var í harðri baráttu. Á endanum rétt missti hann af sætinu og er því eins og í fyrra meðal þátttakanda á Last Chance Qualifier. „Það erfiðasta við að elska atvinnuíþróttamann er að geta ekkert gert þegar kemur að útkomunni hjá hinum aðilanum,“ sagði Caroline. Hún gat því ekki notið árangurs síns eins vel þar sem maður hennar missti svo grátlega af sínu sæti. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég var stolt af því sem ég hafði afrekað en var svo leið að geta ekki deilt þeirri tilfinningu með eiginmanni mínum. Hann gerði allt sem hann gat en samkeppnin var svakaleg. Við erum samt öll stolt af honum,“ sagði Caroline en meðal keppanda voru stórstjörnur eins og Patrick Vellner, Jeffrey Adler, Alexandre Caron og Alex Vigneault. Austin Spencer fær annað tækifæri í þessari viku og þá kemur í ljós hvort hjónin verði bæði með á heimsleikunum í CrossFit í haust.
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira