Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 18:53 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar heilsar Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands við upphaf fundar þeirra um NATO aðild Svía í Madrid í dag. AP/Henrik Montgomery Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira